Ársskýrsla DalaAuðs 2022 komin út

DalabyggðFréttir

Út er komin ársskýrsla DalaAuðs 2022 en verkefnið hófst í mars það ár. Með þátttöku í verkefninu DalaAuði blésu sveitarfélagið og íbúar Dalabyggðar til sóknar og er strax farið að gæta bjartsýni í byggðarlaginu.

Á þeim stutta tíma frá því verkefnið hófst hefur margt jákvætt gerst. Gífurlega góð ásókn var í Frumkvæðissjóð Dalabyggðar og mörg verkefni sem fengu þar brautargengi. Frumkvæðissjóðurinn skapaði jákvæða stemningu meðal íbúa sem hefur vaxið jafnt og þétt og er óhætt að segja að íbúar hafi svarað kallinu og komið inn í verkefnið af fullum krafti.

Í ársskýrslunni má m.a. sjá framgang verkefna undir meginmarkmiðum DalaAuðar og yfirlit yfir styrkþega Frumkvæðissjóðs á árinu 2022.

Ársskýrsluna má nálgast á vef Byggðastofnunar eða með því að smella hér: DalaAuður – Brothættar byggðir – Ársskýrsla 2022

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei