Rafmagnslaust verður frá Leysingjastöðum, í Saurbæ, Ólafsdal og Skarðströnd að rofa við Klofning 22.09.2022 frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Inflúensubólusetning 2022
Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir hópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Þungaðar konur. Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru …
Ráðgjafaráð Nýsköpunarseturs Dalabyggðar
Föstudaginn 23. september 2022 klukkan 10.00 verður efnt til fyrsta fundar nýs ráðgjafaráðs sem mun starfa innan Nýsköpunarseturs Dalabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Nýsköpunarsetrinu á 1. hæð Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11. Ráðgjafaráðinu er ætlað að sameina krafta og þekkingu einstaklinga, með það að markmiði að efla nýsköpun, framkvæmdir og atvinnuuppbyggingu í Dalabyggð. Ráðgjafaráðið er opið öllum áhugasömum sem telja sig …
Opnað fyrir umsóknir fyrir þróunarverkefni búgreina 5. október
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina samkvæmt búvörusamningum fyrir síðari úthlutun ársins rennur út á miðnætti 1. nóvember 2022. Opnað verður fyrir umsóknir í Afurð, stafrænu stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins, 5. október næstkomandi. Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni. Í sauðfjárrækt eru styrkhæf þau verkefni sem …
Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslana í dreifbýli
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli. Markmiðið er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Annars vegar er hægt að sækja um rekstrarstyrk og hins vegar styrk til búnaðarkaupa. Allt að 30 milljónum …
Augnlæknir í Búðardal
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 23. september nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450
Breytingar á rekstri Sælingsdalslaugar
Nýir rekstraraðilar taka við Laugum í Sælingsdal þann 1. október nk. og hafa komið fram ýmsar spurningar varðandi Sælingsdalslaug og aðgengi íbúa að henni. Opnunartími Til að byrja með mun nýr rekstraraðili hafa sama opnunartíma og hefur verið í september, þ.e. mánudagar, miðvikudagar og annan hvern laugardag. Sundkort Dalabyggð vill bjóða íbúum sem eiga miða/kort í Sælingsdalslaug að fá endurgreitt …
Heitavatnslaust 15.09.2022
Heitavatnslaust verður vestan Miðbrautar (Grunnskólamegin) og á hluta Ægisbrautar frá Miðbraut að Ægisbraut 7 Vegna vinnu við dreifikerfi. Í dag 15.09.2022 kl 14:00 til kl 15:00
DalaAuður – opnað fyrir styrki
Auglýst er eftir umsóknum um samfélags- og nýsköpunarstyrki í tengslum við verkefnið DalaAuður Um er að ræða fyrstu úthlutun úr frumkvæðissjóði DalaAuðs, sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, undir hatti brothættra byggða. Meginmarkmið verkefnisins eru: Samkeppnishæfir innviðir Skapandi og sjálfbært atvinnulíf Auðugt mannlíf Öflug grunnþjónusta Til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun eru 12.250.000 kr.- Upplýsingar um frumkvæðissjóðinn, …
Réttarkaffi Kvenfélagsins Fjólu
Kvenfélagið Fjóla býður í réttarkaffi í Fellsendarétt sunnudaginn 18. september 2022 kl 14:00. Söfnunarbaukur verður á staðnum ef fólk vill leggja okkur lið. – Kvenfélagið Fjóla