Ungmennaráð fundar 20. apríl nk.

DalabyggðFréttir

Fundur ungmennaráðs verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Búðardal, miðvikudaginn 20.apríl 2022 og hefst kl. 15:15. Fundurinn fer fram eins og hefðbundinn sveitarstjórnarfundur, þ.e.a.s. hann er opinn áheyrendum en aðeins fulltrúar í ráðinu tjá sig á fundinum.   Dagskrá Staðsetning á ærslabelg í Búðardal. Gera drög að bréfum vegna fyrirlestra/erinda/námskeiða. Undirbúningur fyrir fund með sveitarstjórn, sem verður 3.maí.

Umsóknir varðandi smávirkjunarvalkosti

DalabyggðFréttir

Við þökkum fyrir góða mætingu á fundinn í gær varðandi smávirkjunarvalkosti í Dalabyggð. Á fundinum var meðal annars rætt um aðkomu sveitarfélaga varðandi svigrúm til smávirkjana. Í drögum að nýju Aðalskipulagi fyrir Dalabyggð segir m.a.: „Svigrúm er fyrir allt að 30 kW smávirkjanir með minni háttar uppistöðulóni eða allt að 200 kW rennslisvirkjanir. Við uppsetningu virkjana skal huga að sýnileika …

Páskalokun skrifstofu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Við minnum á að skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð vegna páskafrís frá og með fimmtudeginum 14. apríl og opnar að nýju kl.9:00 þriðjudaginn 19. apríl. Dalabyggð óskar ykkur öllum gleðilegra páska.   Hér fyrir neðan má finna efni til skemmtunar yfir páskana: Hugmyndir að páskaföndri Leikur með málshætti Páska-litabók Páskaþrautir og gaman

Laus störf við Auðarskóla í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Umsjónakennarar við Auðarskóla Í Auðarskóla eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta, mið- og elsta stigi. Um er að ræða fimm 100% stöður  Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar. Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru um 90 nemendur í grunnskólanum. …

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00 í Tjarnalundi. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Umræður um tilfærslu Staðarhólssóknar í Dalaprestakall. Önnur mál. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kveðja, sóknarnefndin

Sauðburðarbakkelsi 2022

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla býður til sölu sauðburðarbakkelsi fyrir svanga bændur og búalið.   Pakki 1: Ástarpungar 20 stk – Pitsasnúðar 20 stk – Kanilsnúðar 20 stk – Súkkulaðikökur 20 stk Verð   9000 kr.-   Pakki 2: Kleinur 20 stk – Skinkuhorn 20 stk – Muffinskökur 20 stk – Hjónabandssæla Verð   8.500 kr.-   Panta skal hjá Ernu á Fellsenda sími 865-4342 …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 218.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ   218. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, mánudaginn 11. apríl 2022 og hefst kl. 20:00 Dagskrá: Almenn mál 1.   1911028 – Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð           Fundargerðir til staðfestingar 2.   2203006F – Stjórn Dvalar– og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 56           Fundargerðir til kynningar 3.   1911028 – Fundargerðir bygginganefndar íþróttamannvirkja í Dalabyggð …

Breyting á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal við Gilsfjörð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 5. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal við Gilsfjörð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin fellst í stækkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir merktum gönguleiðum um dalinn, áningarstöðum með upplýsingaskiltum, prílum yfir girðingu og skógrækt. Þá eru nokkrir byggingarreitir stækkaðir og byggingarreit fyrir salernisaðstöðu …

Ráðning skólastjóra Auðarskóla samþykkt

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 5. apríl sl. að ráða Herdísi Ernu Gunnarsdóttur í starf skólastjóra Auðarskóla. Herdís er með B.Sc. í líffræði og B.Ed. í gunnskólakennarafræði og hefur leyfisbréf sem leik-, grunn- og framhaldsskólakennari. Auk þess er hún að leggja lokahönd á lokaritgerð sína í M.Ed. námi í stjórnun menntastofna við Háskóla Íslands. Herdís hefur starfað sem kennari frá …

Fyrirlestur – Tækifæri til smávirkjana í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Arnar Bergþórsson hjá Arnarlæk ehf. verður í Nýsköpunar- og frumkvöðlasetri Dalabyggðar (1. hæð Stjórnsýsluhússins), þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 20:00 Arnar mun fara yfir skýrslu sem Arnarlækur vann fyrir SSV um frumúttekt valkosta fyrir smávirkjanir á Vesturlandi ásamt því að fara yfir tækifæri í smávirkjunarvalkostum í Dalabyggð. Kaffi á könnunni og allir velkomnir! Skýrslu Arnarlæks ehf. sem unnin var fyrir …