Orkustofnun styrkir varmadælukaup

DalabyggðFréttir

Hver eru skilyrðin?

Eignin verður að vera með niðurgreiðslu á rafhitun eða olíukyndingu. Eignin verður að hafa lögheimilisskráningu.

Hvernig virkar þetta?

Sótt er um í gegnum þjónustugátt á vef Orkustofnunar
Styrkurinn er reiknaður út frá kaupum á búnaði og efniskostnaði við uppsetningu hans.
Styrkurinn miðast við 50% af efniskostnaði. Hámarksstyrkur er 1.337.000 kr.-
Niðurgreiðslur skerðast ekki við styrkveitinguna og haldast áfram í samræmi við notkun (að hámarki 40.000 kwh/ári).
Styrkurinn er til 15 ára á viðkomandi fasteing að þeim tíma liðnum er hægt að sækja aftur um styrk á sömu fasteign.

Hvað er styrkhæfur kostnaður?

  1. Varmadæla
  2. Festingar og allur aukabúnaður með varmadælu
  3. Efniskostnaður frá rafvirkja
  4. Efniskostnaður frá pípara
  5. Flutningskostnaður varmadælunnar

Styrkurinn er einnig skattfrjáls og hægt að fá vsk. endurgreiddan hjá skattinum.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Orkustofnunar, í síma 569-6000 eða með því að senda fyrirspurn á os@os.is 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei