Ólafsdalshátíð 2021 aflýst

DalabyggðFréttir

Þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem vera átti laugardaginn 14. ágúst er hér með aflýst vegna COVID fjöldatakmarkana. Áfram verður þó opið í Ólafsdal kl. 12-17 alla daga fram til 15. ágúst. Sýningar, leiðsögn, kaffi, rjómavöfflur, Erpsstaðaís, góðar gönguleiðir og fornminjar. Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undanförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 207. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 207. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 12. ágúst 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1.   2104005 – Fjarfundir   2.   2107012 – Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal   3.   2105005 – Fjallskil 2021   4.   2107024 – Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs   5.   2107023 – Uppsögn á samningi vegna …

Miðskógur í Miðdölum – Sögurölt

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 15. júlí verður sögurölt um Miðskóg í Miðdölum og hefst á hlaðinu í Miðskógi kl. 20. Röltið er um einn og hálfur kílómeter, en að hluta til á fótinn. Sagt verður frá fyrrum íbúum í Miðskógi, skoðaður stekkur, hugleiðingar um gaddavír, notið útsýnis og fleira. Sögurölt er samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna. Allir eru velkomnir í sögurölt, …

Sumarlokun á skrifstofu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Við minnum á:   Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð 12.-16. júlí og 3.-6. ágúst vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri.   Skrifstofan er opin frá kl.9-13 fimmtudaginn 8. júlí og föstudaginn 9. júlí nk. áður en sumarlokun tekur gildi.  

Rafmagnstruflanir norðan Skarðsheiðar

DalabyggðFréttir

Rafmagnstruflanir verða norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrar og Snæfellsnes. Þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst, Hvanneyri, Grundarfjörð, Stykkishólm, Ólafsvík, Hellissand, Rif og Arnarstapa 05.07.2021 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna prófana í aðveitustöð að Vatnshömrum. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Dagur hinna villtu blóma

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 23. júní kl. 20 verður Dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur með gönguferð í nágrenni Sævangs. Mæting er kl. 20 og farið verður hægt yfir. Hafdís Sturlaugsdóttir verður leiðsögumaður. Gönguferðin er hluti af sögurölti Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum. Allir eru velkomin í gönguna og hægt verður að fá vöfflur og kakó í Sævangi á eftir. Slóð á …

Deiliskipulag fyrir Haukabrekku í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sem nær til hluta Haukabrekku í Stóra-Langadal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af Stóru-Langadalsá til vesturs og brekkurótum Grásteinsfjalls að austan og nær yfir bæjarstæði Haukabrekku og nánasta umhverfi þess. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið með sjö frístundalóðum frá 1999 …

Íbúafundur í Húnaþingi vestra vegna vindorkugarðs í landi Sólheima.

DalabyggðFréttir

Íbúafundur og kynning í Húnaþingi vestra á hugmyndum um nýtingu vindorku í landi Sólheima í Dalabyggð verður haldinn þriðjudaginn 15. júní klukkan 17:00 í Tangarhúsi á Borðeyri, Húnaþingi Vestra. Fulltrúar Qair og EFLU munu kynna fyrirtækið Qair, vindorkugarð í landi Sólheima og stöðu skipulagsmála. Að loknum kynningum munu fara fram umræður þar sem kostur gefst á að bera fram spurningar. …

Laus störf: Störf á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Á Silfurtúni eru 13 íbúar og starfsmenn eru um 12. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um störfin veitir Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, netfangið er silfurtun@dalir.is.  Ráðið verður í störfin  frá 20. ágúst eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Umsóknir og ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið silfurtun@dalir.is. Sjúkraliði Laust er til …