Ærslabelgur tekinn í notkun í Búðardal

DalabyggðFréttir

Íbúar og gestir Dalabyggðar geta verið hoppandi kátir í sumar þar sem nýji ærslabelgurinn í Búðardal er kominn upp og í notkun.

Um er að ræða uppblásna hoppudýnu sem verður í gangi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 í sumar. Við biðjum ykkur vinsamlegast að virða það að hoppa ekki á belgnum þegar blásarinn er ekki í gangi. Belgurinn er staðsettur við hlið blakvallar og körfuboltavallar fyrir aftan Auðarskóla.

Belgirnir sem eru afar vinsælir meðal barna og ungmenna eru nú staðsettir í öllum helstu útivistarsvæðum landsins og hefur Búðardalur nú bæst í hópinn. Fyrir í Dalabyggð má finna ærslabelg hjá Rjómabúinu Erpsstöðum.

Við bendum á að bannað er að vera í skóm á belgnum og frekari leiðbeiningar verða á upplýsingaskilti yfir reglur fyrir ærslabelginn við hlið hans.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei