Í tengslum við bæjarhátíðina „Heim í Búðardal 2022“ hefur verið ákveðið að standa fyrir tilnefningu um Dalamann ársins 2022.
Hér fyrir neðan má nálgast slóð á form þar sem er að finna tvær spurningar sem þarf að svara til að atkvæðið sé tekið gilt.
Athugið að svör eru ekki rekjanleg niður á þátttakendur.
Þetta tilnefningarform verður opið til og með þriðjudeginum 28. júní nk.
Að því loknu fara tilnefningar með rökstuðningi fyrir nefndina sem mun tilkynna um Dalamann ársins 2022 á hátíðinni sem fer fram 1.-3. júlí nk.
Slóð: TILNEFNA DALAMANN ÁRSINS 2022 (<—- smellið á textann)
– Menningarmálanefnd Dalabyggðar