Föstudaginn 13. ágúst verður í boði að fá bólusetningu með bóluefni frá Pfizer fyrir eftirfarandi hópa: Seinni bólusetning hjá þeim sem hafa fengið fyrri skammt af Pfizer. Örvunarskammtur fyrir þau sem hafa fengið Janssen bólusetningu fyrir a.m.k. 28 dögum. Þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan pfizer örvunarskammt. Það …
Sýsluskrifstofa lokuð 12. ágúst
Sýsluskrifstofan í Búðardal er lokuð fimmtudaginn 12. ágúst.
Uppbyggingarsjóður – umsóknarfrestur til 24. ágúst
Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands vegna styrkja til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Ekki er verið að veita styrki fyrir menningarverkefni í þessari úthlutun. Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2021. Umsóknarferlið fer fram í gegnum rafræna umsóknargátt á vef SSV (www.ssv.is). Aðstoð við umsóknir veita: Ólafur Sveinsson – olisv@ssv.is eða 892-3208 Ólöf Guðmundsdóttir – …
Takmarkanir heimsókna á Silfurtúni taka gildi
Gerum þetta saman – þetta er ekki búið.
Ólafsdalshátíð 2021 aflýst
Þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem vera átti laugardaginn 14. ágúst er hér með aflýst vegna COVID fjöldatakmarkana. Áfram verður þó opið í Ólafsdal kl. 12-17 alla daga fram til 15. ágúst. Sýningar, leiðsögn, kaffi, rjómavöfflur, Erpsstaðaís, góðar gönguleiðir og fornminjar. Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undanförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 207. fundur
FUNDARBOÐ 207. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 12. ágúst 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2104005 – Fjarfundir 2. 2107012 – Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal 3. 2105005 – Fjallskil 2021 4. 2107024 – Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs 5. 2107023 – Uppsögn á samningi vegna …
Miðskógur í Miðdölum – Sögurölt
Fimmtudaginn 15. júlí verður sögurölt um Miðskóg í Miðdölum og hefst á hlaðinu í Miðskógi kl. 20. Röltið er um einn og hálfur kílómeter, en að hluta til á fótinn. Sagt verður frá fyrrum íbúum í Miðskógi, skoðaður stekkur, hugleiðingar um gaddavír, notið útsýnis og fleira. Sögurölt er samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna. Allir eru velkomnir í sögurölt, …
Sumarlokun á skrifstofu Dalabyggðar
Við minnum á: Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð 12.-16. júlí og 3.-6. ágúst vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri. Skrifstofan er opin frá kl.9-13 fimmtudaginn 8. júlí og föstudaginn 9. júlí nk. áður en sumarlokun tekur gildi.
Rafmagnstruflanir norðan Skarðsheiðar
Rafmagnstruflanir verða norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrar og Snæfellsnes. Þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst, Hvanneyri, Grundarfjörð, Stykkishólm, Ólafsvík, Hellissand, Rif og Arnarstapa 05.07.2021 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna prófana í aðveitustöð að Vatnshömrum. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Dagur hinna villtu blóma
Miðvikudaginn 23. júní kl. 20 verður Dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur með gönguferð í nágrenni Sævangs. Mæting er kl. 20 og farið verður hægt yfir. Hafdís Sturlaugsdóttir verður leiðsögumaður. Gönguferðin er hluti af sögurölti Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum. Allir eru velkomin í gönguna og hægt verður að fá vöfflur og kakó í Sævangi á eftir. Slóð á …