Sérstakur húsnæðisstuðningur

DalabyggðFréttir

Unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð er að finna undir „Eyðublöð“ hér á heimasíðu Dalabyggðar. Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi og staðfestingu á skólavist. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, …

Íbúakynning á valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 28. janúar kl.17:00 verður íbúakynning á valkostagreiningu vegna mögulegrar sameiningar Dalabyggðar við önnur sveitarfélög. Sumarið 2020 var gengið til samninga við RR ráðgjöf um að vinna með Dalabyggð að greiningu valkosta fyrir sveitarfélagið vegna mögulegrar sameininga sveitarfélaga. RR ráðgjöf er ráðgjafafyrirtæki með sérþekkingu á stjórnsýslu, rekstri og málefnum sveitarfélaga. Róbert Ragnarsson hefur leitt greiningavinnuna og mun flytja kynninguna og …

Dalabyggð hefur hlotið jafnlaunavottun

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sl. fimmtudag var tilkynnt um að sveitarfélagið Dalabyggð hefði hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum. Hefur vottunarfyrirtækið iCert ehf. gefið út vottun um að jafnlaunakerfi Dalabyggðar uppfylli kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum. Með því bætist Dalabyggð við í hóp þeirra 282 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa jafnlaunavottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum …

Kynningarfundur um deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Kynningarfundur verður haldinn í fundarsal (2. hæð) Stjórnsýsluhússins í Búðardal, þriðjudaginn 26. janúar frá kl. 17:00-19:00. Til kynningar verður deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð í Búðardal. Á fundinum gefst áhugasömum kostur á að kynna sér skipulagsgögn og ræða við skipulagsfulltrúa um verkefnið. Í gildi eru samkomutakmarkanir en hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 20 manns með ákveðnum takmörkunum í opinberu …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 201. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 201. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 14. janúar 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2012001 – Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð – síðari umræða 2. 2005008 – Gjaldskrá fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps 2021 3. 2101012 – Samningur um áfangastaðastofu 4. 2101016 – Grænbók um byggðamál – umsögn 5. 2001001 – Frumvarp til …

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

DalabyggðFréttir

Í ár verður Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs í streymi frá Breiðinni á Akranesi föstudaginn 15. janúar kl.14:00. Í útsendingunni tilkynna Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuráðgjafar og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi um styrkhafa í flokkum atvinnu- og nýsköpunarstyrkja, menningarstyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Boðið verður uppá tónlistaratriði auk þess sem Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar flytja ávörp. Þá …

Hæfnihringir: Fyrir konur í fyrirtækjaþjónustu á landsbyggðinni

DalabyggðFréttir

Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. …

COVID úrræðin og þinn rekstur

DalabyggðFréttir

Þann 18. janúar næstkomandi bjóða KPMG og SSV til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda. Á fundinum verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von um gagnvirkt samtal þátttakenda og sérfræðinga KPMG. …

Deiliskipulag – Auðarskóli og íþróttamiðstöð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 10. desember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð, þ.e. íþróttahús og sundlaug. Skipulagssvæðið er um 17.839 m2 að stærð og er staðsett við Miðbraut 6B, 8 og 10 í Búðardal og eru þar fyrir grunn- …

Sorphirðudagatal 2021

DalabyggðFréttir

Hér fyrir neðan má sjá sorphirðudagatal fyrir árið 2021 og hérna má nálgast útgáfu til útprentunar: Sorphirðudagatal 2021 Tunnurnar tvær, sem var dreift til heimila í dreifbýli fyrir jól, eru fyrir almennt sorp og verða þær tæmdar á fjögurra vikna fresti. Önnur tunnan er notuð og verður tekin þegar ílátum fyrir endurvinnslu og lífrænt verður dreift í vor. Þá viljum …