Verkefnastjóri Brothættra byggða í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Hefur þú brennandi áhuga á uppbyggingu samfélaga?

Við auglýsum eftir verkefnisstjóra til að leiða verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Verkefnið er fjölbreytt og tengist byggðaþróun í víðum skilningi.
Verkefnið er hluti af verkefnum Brothættra byggða og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Dalabyggðar.
Um fullt starf er að ræða með starfsstöð í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fylgja eftir ákvörðunum verkefnisstjórnar til eflingar byggðar og mannlífs í Dalabyggð
  • Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum á svæðinu
  • Miðlun upplýsinga og skýrslugerð til samstarfsaðila og íbúa
  • Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í byggðalaginu
  • Önnur verkefni í samstarfi við sveitarfélagið samkvæmt samkomulagi

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í verkefninu, háskólamenntun er kostur
  • Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun
  • Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg
  • Góð tölvu- og tæknifærni
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og mjög góð færni í mannlegum samskiptum

Verkefnisstjóri verður starfsmaður Samtak sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem vinnur að ýmiskonar samstarfsverkefnum fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi, auk þess að sinna stoðþjónustu hvað varðar atvinnulíf, byggðaþróun, menningu og ferðaþjónustu. Hjá SSV eru 12 starfsmenn sem starfa um allt Vesturland. Auk þess mun verkefnastjóri starfa náið með sveitarfélaginu Dalabyggð.

Í Dalabyggð búa um 660 manns, þar af um 40% í Búðardal. Sveitarfélagið nær frá Álftafirði á Snæfellsnesi til Gilsfjarðar á mörkum Vestfjarða og býr yfir mikilli náttúrufegurð. Dalabyggð er friðsælt og rótgróið samfélag, hlaðið sögu og menningu.

Umsóknarfrestur er til 7. mars 2022. Umsóknir skal senda á netfangið ssv@ssv.is

Nánari upplýsingar veita:
Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV – pall@ssv.is – 433-2310
Kristján Sturluson sveitarstjóri í Dalabyggð – sveitarstjori@dalir.is – 430-4700

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei