Björn Bjarki Þorsteinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar. Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi síðastliðin 15 ár. Hann hefur setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin 10 ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl s.l.. Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002-2018, …
Straumleysi í Miðdölum 7.7.2022
Rafmagnslaust verður frá rofastöð í Álfheimum að Breiðabólstað fimmtudaginn 7.7.2022 frá kl 11:00 til kl 11:20 og frá kl 17:00 til kl 17:20 Athugið að straumlaust verður allan tímann (kl. 11:00 til 17:20) frá og með dælustöð í Fellsenda S-178 að Neðri-Hundadal S-185 og Brekkumúla S-199. Gæti þurft að blikka aftur undir lok straumleysis ef víxla þarf snúningsátt. Nánari upplýsingar …
Sveitarstjórnarkosningar 2022 – úrslit
Sveitarstjórn 2022-2026 Ingibjörg Þóranna Steinudóttir 199 atkvæði Eyjólfur Ingvi Bjarnason 195 atkvæði Garðar Freyr Vilhjálmsson 191 atkvæði Guðlaug Kristinsdóttir 185 atkvæði Einar Jón Geirsson 168 atkvæði Þuríður Jóney Sigurðardóttir 132 atkvæði Skúli Hreinn Guðbjörnsson 132 atkvæði Varamenn 1. Sindri Geir Sigurðarson 97 atkvæði 2. Alexandra Rut Jónsdóttir 129 atkvæði 3. Jón Egill Jónsson 88 atkvæði 4. Ragnheiður Pálsdóttir 81 …
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Enginn framboðslisti var lagður fyrir kjörstjórn og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör). Allir kjósendur sveitarfélagins verða í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Þeir sem ætla að skorast undan kjöri samkvæmt 49. gr. kosningalaga nr. 112/2021 skulu senda staðfestingu þar um á netfangið safnamal@dalir.is. Upplýsingar um flest …
Stjórnsýsluhús – ræsting
Starf við ræstingu í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal er laust til umsóknar. Leitað er að samviskusömum og vandvirkum einstaklingi. Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð. Starfshlutfall 30%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september. Umsóknarfrestur er til 19. ágúst. Fyrirspurnir …
Laus störf á Fellsenda
Á hjúkrunarheimilinu Fellsenda er laus störf við ræstingar og í eldhúsi. Hjúkrunarheimilið Fellsendi – afleysing í ræstingar Óskað eftir starfsmanni í afleysingar í ræstingar til 1. febrúar 2022. Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið veitir Jóna Guðrún deildarstjóri á netfangið jonagudrun@fellsendi.is eða í síma 434-1230. Hjúkrunarheimilið Fellsendi – starf í …
Tungugröf á Ströndum – sögurölt
Hin sívinsælu sögurölt halda áfram og á fimmtudagskvöldið kl. 20, verður rölt í Tungugröf við Steingrímsfjörð á Ströndum. Öll eru þar hjartanlega velkomin og aðgangseyrir er enginn. Tungugröf er eyðibýli sem stóð við Tungugrafarvoga, rétt sunnan við vegamót Innstrandavegar og Djúpvegar þar sem hann kemur niður af Arnkötludal við Hrófá. Þar er um margt að ræða og einnig verður rölt …