Með breyttu fyrirkomulagi sorphirðu heimila í dreifbýli hafa frístundahús í héraðinu ekki lengur aðgang að grenndargámum til að losa sig við almennt sorp. Síðustu vikur hefur verið gámur fyrir utan gámasvæðið sem frístundahús hafa getið losað í en nú eru komin kör við félagsheimili sveitarfélagsins og Vörðufellsrétt á Skógarströnd. Neðangreindir staðir verða aðgengilegir allt árið og eru bara fyrir heimilisúrgang …
Fundur: Eru tækifæri í smávirkjunum á Vesturlandi ?
Miðvikudaginn 3. febrúar kl.09:00 standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) fyrir opnum Teams-fundi um smávirkjanir á Vesturlandi. Athugið að það þarf að skrá sig á fundinn. Skráningu má nálgast hér: Skrá mig á fund Á fundinum munu þeir Arnar Bergþórsson og Arnar Már Björgvinsson frá fyrirtækinu Arnarlæk kynna skýrslu sem þeir unnu um smávirkjanir á Vesturlandi. Í skýrslunni er farið yfir …
Íbúakynning á valkostagreiningu og álitskönnun
Í dag var haldin íbúakynning á valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga. Eins og oft verður með tæknina var hún aðeins að stríða okkur í upphafi og biðjumst velvirðingar á því. Kynningin verður aðgengileg til mánudagsins 1. febrúar n.k. og hana má nálgast með því að smella HÉR. Við hvetjum íbúa til að fara inn á www.menti.com og svara álitskönnun vegna valkostagreiningarinnar. …
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð er að finna undir „Eyðublöð“ hér á heimasíðu Dalabyggðar. Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi og staðfestingu á skólavist. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, …
Íbúakynning á valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga
Fimmtudaginn 28. janúar kl.17:00 verður íbúakynning á valkostagreiningu vegna mögulegrar sameiningar Dalabyggðar við önnur sveitarfélög. Sumarið 2020 var gengið til samninga við RR ráðgjöf um að vinna með Dalabyggð að greiningu valkosta fyrir sveitarfélagið vegna mögulegrar sameininga sveitarfélaga. RR ráðgjöf er ráðgjafafyrirtæki með sérþekkingu á stjórnsýslu, rekstri og málefnum sveitarfélaga. Róbert Ragnarsson hefur leitt greiningavinnuna og mun flytja kynninguna og …
Dalabyggð hefur hlotið jafnlaunavottun
Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sl. fimmtudag var tilkynnt um að sveitarfélagið Dalabyggð hefði hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum. Hefur vottunarfyrirtækið iCert ehf. gefið út vottun um að jafnlaunakerfi Dalabyggðar uppfylli kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum. Með því bætist Dalabyggð við í hóp þeirra 282 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa jafnlaunavottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum …
Kynningarfundur um deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð í Búðardal
Kynningarfundur verður haldinn í fundarsal (2. hæð) Stjórnsýsluhússins í Búðardal, þriðjudaginn 26. janúar frá kl. 17:00-19:00. Til kynningar verður deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð í Búðardal. Á fundinum gefst áhugasömum kostur á að kynna sér skipulagsgögn og ræða við skipulagsfulltrúa um verkefnið. Í gildi eru samkomutakmarkanir en hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 20 manns með ákveðnum takmörkunum í opinberu …
Nýtt fyrirkomulag sorphirðu hafið
Íslenska Gámafélagið fór sinn fyrsta hring um Dalina á miðvikudaginn síðasta, 13. janúar. Tunnur í Búðardal og dreifbýli vestan við voru tæmdar í þetta skiptið. Næsta hirðing skv. sorphirðudagatali er 27. janúar og verður þá tæmt aftur í Búðardal og farið í dreifbýli sunnan þorpsins. Þannig verður gangurinn fram í byrjun maí, hirt í Búðardal á tveggja vikna fresti (1 …
Heilsugæslan – breyttur opnunartími
Frá og með mánudeginum 18. janúar 2021 verður heilsugæslustöðin í Búðardal opin frá kl. 9:00 til kl. 15:00 – ath. að ekki er um skertan opnunartíma að ræða þar sem framvegis verður opið í hádeginu í stað þess að vera opið til kl. 16:00. Opnunartími á Reykhólum verður óbreyttur eða frá kl. 10:00 til kl. 16:00 (með fyrirvara um styttingu …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 201. fundur
FUNDARBOÐ 201. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 14. janúar 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2012001 – Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð – síðari umræða 2. 2005008 – Gjaldskrá fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps 2021 3. 2101012 – Samningur um áfangastaðastofu 4. 2101016 – Grænbók um byggðamál – umsögn 5. 2001001 – Frumvarp til …