Örvunarbólusetningar vegna covid-19 (þriðji skammtur), bólusetningar barna o.fl.

Kristján IngiFréttir

Á næstu vikum er gert ráð fyrir að einstaklingar sem tilheyra eftirtöldum hópum geti fengið bólusetningu með bóluefni frá Pfizer hjá HVE Búðardal og HVE Hólmavík:

  • Þau sem áður hafa fengið eina sprautu af Janssen bóluefni. að þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan örvunarskammt.
  • 60 ára og eldri sem fengu seinni bólusetningu fyrir 6 mánuðum eða meira 
  • Börn á aldrinum 12-15 ára. Forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja barni í bólusetningu.
    • Um er að ræða árganga 2006, 2007, 2008 og börn sem fædd eru í janúar til september/október 2009 (börn sem orðin eru 12 ára).
  • Óbólusettir og þau sem eiga eftir að klára grunnbólusetningu eru einnig velkomin.

Gert er ráð fyrir að bólusett verði eftirfarandi daga á næstu vikum: 

  • Búðardalur – 2. september  /  23. september  /  21. október
  • Hólmavík – 16. september  /  14. október

Bendum á að velkomið er að mæta á hvern þann stað innan HVE sem hentar þegar verið er að bólusetja en athugið að á minni stöðum getur þurft að panta bólusetningu með fyrirvara.

Allir sem óska eftir bólusetningu í Búðardal eða á Hólmavík þurfa að skrá sig í síðasta lagi fyrir hádegi daginn fyrir bólusetningu í síma 432 1450 Búðardalur / 432 1400 Hólmavík

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei