Sýnatökur / einkenni COVID-19

Kristján IngiFréttir

Minnum á mikilvægi þess að fara í sýnatöku verði einkenna Covid-19 vart. Helstu einkenni eru:

Hósti – hiti – hálssærindi – kvefeinkenni – andþyngsli – Bein- og vöðvaverkir – þreyta – kviðverkir, niðurgangur, uppköst – skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni – höfuðverkur

Ef þið finnið fyrir Covid-19 einkennum og hafið hug á að komast í sýnatöku endilega hafið þá samband við Heilsugæsluna sem fyrst að morgni eftir opnun kl. 09:00 – það einfaldar mjög allt skipulag varðandi sendingar sýna og flýtir fyrir að niðurstöður berist til viðkomandi.

Fastar ferðir eru með sýni frá Búðardal um kl. 11:00 á mánudögum og fimmtudögum en allt er reynt til að koma sýnum til rannsóknar samdægurs á öðrum dögum ef brýnt þykir að fá svör sem fyrst.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei