Réttir haustið 2018

DalabyggðFréttir

Fjallskilaseðlar eiga hafa verið sendir til allra fjáreigenda í sveitarfélaginu og réttað verður í níu lögréttum nú um helgina. Lögréttir í Dalabyggð Dagsetning Kl. Tungurétt á Fellsströnd laugardaginn 8. september * Tungurétt 2 föstudaginn 14. september * Kirkjufellsrétt í Haukadal laugardaginn 15. september * Flekkudalsrétt á Fellsströnd laugardaginn 15. september * Vörðufellsrétt á Skógarströnd laugardaginn 15. september 13 Fellsendarétt í Miðdölum …

Fundur um vindorku

DalabyggðFréttir

Storm Orka býður íbúum Dalabyggðar og öðrum sem láta sig vindorku varða til fundar í Dalabúð miðvikudaginn 12. september kl. 20. Efni fundarins verður að kynna hugmyndir um vindorkugarð í landi Hróðnýjarstaða og þau drög sem lögð hafa verið fram til kynningar á hvernig staðið verði að mati á mögulegum umhverfisáhrifum af framkvæmdunum. Storm Orka

Atvinnuráðgjafi SSV

DalabyggðFréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður til viðtals í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar Þriðjudaginn 11. september kl. 13–15. Síminn hjá Ólafi er 892-3208.

Aldarafmæli UDN

DalabyggðFréttir

UDN varð 100 ára 24. maí síðastliðinn og verður haldið upp á afmælið í Dalabúð laugardaginn 1. september kl 14. Verður boðið upp á veitingar og margt verður til sýnis eins og búningar, ljósmyndir frá mótum, gamlir bikarar og hoppukastala fyrir börnin ef veður leyfir. Mikið af óeigingjörnu starfi liggur á bakvið 100 ára starfsemi UDN og aðildarfélaganna. Félagar eru …

Rafmagn í Saurbæ og á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður í Saurbæ og á Skarðsströnd í dag, fimmtudaginn 23. ágúst, frá kl 13 í um 15 mínútur og aftur um 17 í um 15 mínútur vegna tenginga á háspennustreng. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Gríptu boltann

DalabyggðFréttir

Gríptu boltann er átaksverkefni RML og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Fundur um verkefnið verður haldinn í Dalabúð föstudaginn 24. ágúst kl. 13-15. Forsvarsaðilar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, í samstarfi við RML, hafa ákveðið að hrinda af stað verkefni sem hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunarstarfs í sveitum. Leitast verður við að miðla þekkingu og reynslu þeirra sem þegar hafa farið af stað …

Íslandsmeistarmótið í hrútadómum

DalabyggðFréttir

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður haldið sunnudaginn 19. ágúst kl. 14 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Keppt er í flokki þaulreyndra hrútadómara og flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Einnig er stórskemmtilegt happdrætti og eru líflömb í vinning. Kostar miðinn 500 kr. og geta þeir sem komast ekki á staðinn keypt sér miða …

Sögurölt – fornleifarölt í Sandvík

DalabyggðFréttir

Sögurölt og fornleifaganga um Sandvík verður á dagskránni föstudaginn 17. ágúst frá 18:00-20:00. Bergsveinn Birgisson fræðimaður og rithöfundar og fornleifafræðingar sem eru að störfum í Sandvík munu þar segja frá rannsókninni sem er mjög spennandi því líklegt er að landnámsbær hafi verið þarna í Sandvíkinni, en engar ritaðar heimildir benda til þess. Mæting er við Bakkagerði, neðan við Bæ á …

Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. júlí 2018 að framlengja auglýsta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 varðandi íbúðarsvæði í Búðardal, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í Búðardal og frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal …

Hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju

DalabyggðFréttir

Í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs á þessu ári verður haldin sérstök hátíðarmessa í Hjarðarholti sunnudaginn 19. ágúst kl. 14. Hestamenn munu fara ríðandi til messu úr hesthúsahverfinu í Búðardal. Allir sem geta eru hvattir til að vera í félagsbúningi Glaðs þó það sé alls ekki skilyrði. Að messu lokinni verður kaffi í safnaðarheimilinu. Bændur í Hjarðarholti ætla góðfúslega að …