Íbúðir til leigu fyrir eldri borgara og lífeyrisþega

DalabyggðFréttir

Tvær íbúðir að Gunnarsbraut 11a og 11b í Búðardal eru lausar til leigu frá 1. apríl 2018.  Hvor íbúð er 81 m2.  Mánaðarleg húsaleiga er nú 84.997 kr. og tekur hún breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í byrjun hvers árs.   Umsóknareyðublöð eru á vef Dalabyggðar og eru einnig fáanleg á skrifstofu. Umsóknum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 9. …

Rekstur tjaldsvæðis í Búðardal

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir aðilum sem kunna að hafa áhuga á að taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Búðardal. Áhugasamir hafi samband við Bjarnheiði Jóhannsdóttur ferðamálafulltrúa á skrifstofu Dalabyggðar eða með tölvupósti á netfangið ferdamal@dalir.is, fyrir 20. mars.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 158. fundur

DalabyggðFréttir

158. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. febrúar 2018 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Samgöngumál 2. Opinber störf í Dalabyggð 3. Viljayfirlýsing stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. Samningur um sýningarhönnun 5. Styrkur vegna kvikmyndagerðar 6. Þörf fyrir þriggja fasa rafmagn Almenn mál – umsagnir og vísanir 7. Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Breyting 8. Vindorkugarður – gagnaver 9. Viðmiðunarlaun sveitarstjórnarmanna …

Augnlæknir á heilsugæslustöð

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 1. mars nk. Tímapantanir eru í síma  432 1450

Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 16. janúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 ásamt umhverfisskýrslu, í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða endurbyggingu Vestfjarðarvegar nr. 60 á tæplega 6 km kafla þar sem hann stenst ekki gildandi veghönnunarreglur. Gert er ráð fyrir efnistöku á áreyrum Húsár/Hvolsár og á eldra námusvæði …

Starfsmaður í félagslega heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsmann í félagslega heimaþjónustu, þarf að geta hafið störf um miðjan apríl. Um er að ræða starf sem snýr að almennum heimilisþrifum samkvæmt þjónustusamningi sem gerður hefur verið við notendur á heimilum þeirra. Mikilvægt er að viðkomandi starfsmaður hafi áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum. Æskilegt væri að viðkomandi hafi reynslu af því að starfa …

Dalaveitur ehf.

DalabyggðFréttir

Á íbúafundi í Dalabúð 31. janúar 2018 kynnti umsjónarmaður framkvæmda stöðu ljósleiðaraverkefnis Dalaveitna. Ný síða með grunnupplýsingum um Dalaveitur ehf hefur verið bætt á heimasíðu Dalabyggðar og verður hún uppfærð eftir því sem verkefninu vindur fram. Kynningarefni frá íbúafundi 31.1.2018 Dalaveitur efh.

Samanburður á tilboðum

DalabyggðFréttir

Á ágætum íbúafundi sem haldinn var í Dalabúð 31. janúar sl. kom upp misskilningur í máli fyrirspyrjanda sem undirrituðum láðist að leiðrétta varðandi sölu eigna. Hið rétta kom fram á glæru sem sýnd var á fundinum en virðist ekki hafa verið nægjanlega skýr og því verður gerð tilraun til að koma réttum upplýsingum fram hér. Tilboð sem bárust voru sundurliðuð …

Æðarræktarfélagið Æðarvé

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Æðarvéa verður haldinn í Reykhólaskóla sunnudaginn 4. febrúar kl 14. Dagskrá Farið yfir lög og reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. Almenn aðalfundarstörf Gestir fundarins eru Erla Friðriksdóttir , Ásgeir Gunnar Jónsson og Friðrik Jónsson

Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð miðvikudaginn 31. janúar kl. 20. Dagskrá Fjárhagsáætlun 2018-2021 Ljósleiðaraverkefni Lýsing að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vindorkugarður í landi Hróðnýjarstaða Kaffihlé Fyrirspurnir og umræður Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta.   Sveitarstjórn Dalabyggðar