Drög að reglum um afnot af bæjarlandi Búðardals vegna skilta

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 12. desember að leggja fram til kynningar drög að reglum um afnot af bæjarlandi Búðardals vegna skilta. Með því gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að koma með ábendingar eða gera athugasemdir við drögin.

 

Athugasemdum eða ábendingum skal skilað skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa, í síðasta lagi 28. janúar 2020, Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið skipulag @dalir.is merkt „Reglur um skilti“.

 

Sjá hér: Drög að reglum um afnot af bæjarlandi Búðardals vegna skilta

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei