Krabbameinsfélag Breiðfirðinga – íbúðir

DalabyggðFréttir

Að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík eru íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra af landsbyggðinni meðan á meðferð eða rannsókn stendur. Krabbameinsfélag Íslands á þar nokkrar íbúðir með öðrum félagasamtökum, og hafa aðildarfélög K.Í. aðgang að þeim með einhverjum fyrirvara. Landsspítalinn sér um rekstur íbúðanna. Upplýsingar og úthlutun er á geisladeild spítalans í síma 543 6800 …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 148. fundur

DalabyggðFréttir

148. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 16. maí 2017 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa 2. Veiðifélag Laxdæla 3. Íþróttamannvirki – skýrsla undirbúningshóps 4. Styrkumsókn v/viðhalds á Sauðafellskirkjugarði 5. Úthlutun stofnframlaga 2017 6. Skólaakstur 2017-2019 7. Reglur um opnunartíma veitinga- og skemmtistaða Almenn mál – umsagnir og vísanir 8. Matslýsing vegna …

Ert þú við góða heilsu?

DalabyggðFréttir

Hjartaheill og SÍBS bjóða ókeypis heilsufarsmælingu 9. til 12. maí á heilsugæslum á Vestfjörðum. Mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur. Þátttakendum býðst að taka þátt í lýðheilsukönnun. Verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum, Heilbrigðisstofnanir Vesturlands og Vestfjarða.

Fyrsta maí samkoma

DalabyggðFréttir

Fyrsta maí samkoma SDS og Verkalýðsfélags Vesturlands verður í Dalabúð kl. 14:30. Kynnir verður Kristín G. Ólafsdóttir, stjórnarmaður í SDS. Ræðumaður verður Eiríkur Þór Theódórsson varaformaður ASÍUng og stjórnarmaður í Stéttarfélagi Vesturlands. Um skemmtiatriðið sér Egill Ólafsson leikari og söngvari. Kaffiveitingar verða að hætti Katrínar Lilju. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og sýna með því samstöðu á degi …

Auðarskóli – kennarastöður

DalabyggðFréttir

Auðarskóli óskar eftir að ráða í tvær stöður kennara fyrir skólaárið 2017-2018. Um er að ræða 77% stöðu á unglingastigi og 100% stöðu á miðstigi. Kennsla á unglingastigi er í smíðum, ensku og dönsku. Umsjónarkennsla á miðstigi er í stærðfræði, upplýsingatækni og náttúrufræði. Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og …

Auðarskóli -deildarstjóri á leikskóla afleysing

DalabyggðFréttir

Auðarskóli óskar eftir deildarstjóra á leikskóla til afleysinga í ár frá og með 31. júlí. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2017. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra á leikskóla. Hæfniskröfur eru · leikskólakennaramenntun · færni í samskiptum · frumkvæði í starfi · sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð · stundvísi · góð íslenskukunnátta Upplýsingar um …

Reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Nýjar reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð hafa verið samþykktar í félagsmálanefnd og sveitarstjórn. Reglur þessar eru settar samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og öðlast þegar gildi. Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst …

Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað hjá bændum 24.-26. apríl. Næstu safnanir verða síðan 10.-14. júlí og 6.-9. nóvember. Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Frágangur á plastinu hjá bændum getur verið í stórsekk (t.d. undan áburði) eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga) eða í þar til gerðum gámum eða á …

Skátar fagna sumri

DalabyggðFréttir

Á sumardaginn fyrsta mun Skátafélagið Stígandi taka á móti gestum í aðstöðu sinni í Dalabúð kl. 13:30 – 16:00. Úti verður kveikt bál og ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt í gangi fyrir gesti og skáta að prufa. Inni verður hægt að hnýta hnúta, þæfa ull, fara í leiki, syngja skátasöngva, læra að súrra og sitthvað fleira. Í matsalnum verður vöffluhlaðborð frá …

Vinnuskóli Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 6. júní til 31. júlí 2017 og er fyrir unglinga fædda árin 2001 – 2004. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðunni og einnig á skrifstofu Dalabyggðar. Sérstakar vinnureglur og viðmið um verkefni og verkfæri gilda um Vinnuskóla Dalabyggðar …