Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum ákváðu í vetur að leggja saman krafta sína og skipuleggja sameiginlega göngur í sumar. Í fyrrasumar var boðið upp á fjölbreyttar göngur hjá báðum söfnunum, en í sumar er stefnan sett á styttri göngur og meiri sögur, þ.e. sögurölt um Dali og Strandir. Fyrsta söguröltið verður í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands og Ólafsdalsfélagið mánudaginn …
Sveitarstjóri í Dalabyggð
Starf sveitarstjóra í Dalabyggð er laust til umsóknar og er leitað að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að stýra krefjandi verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Rík áhersla er á að efla atvinnu og vinna af krafti að nýjum verkefnum sem sveitarfélagið hyggst hefja undirbúning á í náinni framtíð. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið Daglegur rekstur sveitarfélagsins …
Hestaþing Glaðs
Hestaþing Glaðs fer fram laugardaginn 23. júní og hefst kl. 10 á reiðvellinum í Búðardal. Fyrir hádegi verður forkeppni í tölti, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og í B og A flokkum gæðinga. Eftir matarhlé verður síðan keppt í úrslitum í ofangreindum flokkum. Auglýst kvölddagskrá fellur niður, en kappreiðar í mótslok fara eftir þátttöku. Hestamannafélagið Glaður
Söfnun dýrahræja
Farið verður um og dýrahræjum safnað norðan girðingar á miðvikudögum og sunnan girðingar á fimmtudögum í sumar. Nauðsynlegt er að búið sé að panta fyrir hádegi á þriðjudögum. Ef engin pöntun hefur borist fyrir þann tíma verður ekki farin ferð þó pantanir berist síðar í vikunni, heldur geymt fram í næstu viku. Bændum er bent á að panta strax og …
Hreinsun rótþróa
Árleg hreinsun rotþróa fer fram síðari hluta júnímánuðar. Sumarið 2018 verða hreinsaðar rótþrær í Laxárdal, á Skarðsströnd og í Saurbæ. Sumarið 2019 verður hreinsað á Skógarströnd, í Hvammssveit og á Fellsströnd og sumarið 2020 í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal.
Timbur og járngámar í dreifbýli
Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár. Saurbær, Skarðströnd og og Fellsströnd (Ytra fell) 28. júní – 5. júlí Fellsströnd (Valþúfa), Hvammssveit og Laxárdalur 5. júlí – 12. júlí Haukadalur og Miðdalir 12. júlí – 19. júlí Hörðudalur og Skógarströnd 19. júlí – 26. júlí
Auðarskóli – skólaliði
Auðarskóli óskar eftir að ráða í stöðu skólaliða við grunnskóladeild Auðarskóla frá og með 15. ágúst 2018. Um er að ræða 100% stöðu. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2018. Helstu verkefni eru starf með börnum í gæslu og þrif á skólanum. Unnið er samkvæmt starfslýsingu skólaliða. Hæfniskröfur eru færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og stundvísi. Upplýsingar …
Auðarskóli í sumar
Skólaslit grunnskólans voru þann 31. maí, en leikskólinn verður opinn til og með 26. júní og einnig skrifstofa skólans. Skrifstofa Auðarskóla og leikskóladeild opna aftur 1. ágúst. Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla verður miðvikudaginn 22. ágúst.
Lóðasláttur eldri borgara
Þeir eldri borgarar sem þarfnast lóðasláttar, þurfa að sækja um það á skrifstofu Dalabyggðar, einnig er umsóknareyðublaðið að finna á heimasíðu Dalabyggðar.
Nefndarstörf í Dalabyggð
Nýkjörin sveitarstjórn Dalabyggðar óskar eftir því að einstaklingar sem hafa áhuga á að starfa í nefndum Dalabyggðar 2018-2022 gefi kost á sér með því að senda tölvupóst á dalir@dalir.is eða hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700. Sveitarstjórn mun skipa í flestar nefndir á 162. fundi sveitarstjórnar þann 14. júní nk. Þeir sem hafa áhuga á nefndarstörfum þurfa því …