Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 14. febrúar 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundarbyggðar, Ós á Skógarströnd, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Aðalskipulagsbreytingin felst í því að svæði fyrir frístundabyggð, F1 Ós á Skógarströnd, er stækkað úr 20 ha í 25 ha og lóðum fyrir frístundahús fjölgað úr 10 í 18.

 

Deiliskipulagssvæðið er á jörðinni Ós á Skógarströnd þar sem skilgreint er svæði fyrir frístundarbyggð F1 í aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Svæðið er um 25 ha að stærð og tekur til 18 frístundarlóða á bilinu 0,5 – 1,5 ha með nýtingarhlutfall ekki hærra en 0.3 ha

 

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 22. febrúar til 6. apríl 2019.

 

Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa, í síðasta lagi 6. apríl 2019, Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið byggingarfulltrui @dalir.is merkt „ Ós á Skógarströnd“.

 

Dalabyggð 19. febrúar 2019

Kristján Ingi Arnarsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei