Áfangastaðaáætlun Vesturlands er komin út, en það er fyrsta heildstæða stefnumótunin í ferðamálum á Vesturlandi. Margir aðilar komu að stefnumótuninni. Haldnir voru opnir fundir á hverju svæði fyrir sig, ferðaskipuleggjendur lögðu til vinnunnar, ásamt fulltrúum sveitarfélaganna. Áætlunin er gerð á landsvísu og eru áætlanir annarra landshluta óðum að líta dagsins ljós. Þær verða notaðar til stefnumótunar og til að ákvarða framkvæmdir stjórnvalda í málaflokknum á næstu árum.
Áætlunina má skoða hér: Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2018-2020