Sameining – Samstarf

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sammæltust um það eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 að hittast á sameiginlegum fundi til að ræða sameiginleg málefni, frekara samstarf og sameiningarmál þessara sveitarfélaga. Sá fundur var haldinn 31. mars 2015 í Tjarnarlundi. Fulltrúum frá Árneshreppi og Kaldrananeshreppi var einnig boðið að taka þátt í samtalinu. Til fundar mættu 19 fulltrúar, þó enginn frá Árneshreppi vegna ófærðar. …

Fyrsta maí samkoma

DalabyggðFréttir

Fyrsta maí verða SDS og Stéttarfélags Vesturlands með samkomu í Dalabúð kl. 14:30. Kynnir er Kristín G. Ólafsdóttir SDS, ræðumaður Geirlaug Jóhannsdóttir ASÍ og um skemmtiatriði sjá Guðrún Gunnarsdóttir og Jogvan. Félagsmenn SDS og Stéttarfélags Vesturlands eru hvattir til að mæta og sýna með því samstöðu á degi verkalýðsins. Félagsmönnum og gestum þeirra er boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni.

Sýnikennsla og hestaíþróttamót Glaðs

DalabyggðFréttir

Sýnikennsla og reiðnámskeið með Randi Holaker sem var frestað verður 1. maí. Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 2. maí og hefst keppni stundvíslega klukkan 10. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum í LH. Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og opnum flokki Keppnisgreinar eru fjórgangur, fimmgangur, tölt, 100 m skeiði, auk frjálsrar aðferðar í …

Sjálfboðavinnuverkefni

DalabyggðFréttir

Íbúar Dalabyggðar eru minntir á að umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni er til og með fimmtudagsins 30. apríl. Reglur um sjálfboðavinnuverkefni Umsóknareyðublöð

MS Búðardal – laus störf

DalabyggðFréttir

Vegna aukinna verkefna, leitar MS Búðardal eftir starfsfólki til starfa við ostaframleiðslu og pökkunarstörf. Um framtíðarstörf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 20 ára. Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, elisabets@ms.is

Sveitarstjórn Dalabyggðar 124. fundur

DalabyggðFréttir

124. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 21. apríl 2015 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2014 2. Árblik – Fyrirspurn um kaup eða leigu 3. Kaup á Tjarnarparti 4. Saman-hópurinn – Styrkbeiðni 5. Samningur um samstarf varðandi skipulags- og byggingarfulltrúa 6. Veiðifélag Laxár í Hvammssveit – Aðalfundarboð 7. Veiðifélag Laxdæla – Aðalfundarboð …

Vestfjarðavíkingurinn 2014

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 23. apríl (sumardaginn fyrsta) verður Vestfjarðavíkingurinn 2014 sýndur á RÚV kl. 19:35. Keppt var í tveimur síðustu greinunum, trukkadrætti og steintökum, á bæjarhátíðinni síðastliðið sumar.

Sumarafleysingar á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Hjúkrunarheimilið Fellsendi óskar eftir að ráða starfsmenn til sumarafleysinga við umönnun, eldhús, þvottahús og við ræstingu. Um er að ræða fjölbreytt störf sem er lærdómsríkt og gefandi. Tilvalið fyrir þá sem hafa hug á námi í heilbrigðis- og félagsfræðum. Nánari upplýsingar veitir Jóna H. Magnúsdóttir framkvæmdastjóri í síma 866 9915 einnig er hægt að senda fyrirspurnir á jona@fellsendi.is

Vinnuskóli

DalabyggðFréttir

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 1999 – 2002. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu (www.dalir.is) og skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2015.

Íbúafundur 14. apríl

DalabyggðFréttir

Íbúafundur verður haldinn þriðjudaginn 14. apríl í Dalabúð kl. 20:00. Dagskrá 1. Ársreikningur Dalabyggðar 2014 2. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2015 3. Ferðamenn í Dalabyggð 2004 – 2014 Rögnvaldur Guðmundsson kynnir skýrslu og svarar fyrirspurnum 4. Flokkun úrgangs í nútíð og framtíð Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta. Sveitarstjórn Dalabyggðar