Tillaga að deiliskipulagi í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. september 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Ólafsdal í Dalabyggð skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010.
Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-, menningar- og minjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Torfi Bjarnason stofnaði fyrsta bændaskóla landsins í Ólafsdal árið 1880 og rak hann til 1907. Menningarlandslag í Ólafsdal er mjög merkilegt á landsvísu. Minjar á svæðinu eru afar merkur hluti íslenskrar búnaðarsögu, sem hlífa þarf og sýna verðskuldaða athygli.
Markmið deiliskipulagsins er fyrst og fremst verndun og viðhald menningarlandslags í Ólafsdal og uppbygging menningartengdrar ferðaþjónustu. Minjavernd undirgengst með samningi við ríkið að annast viðhald bygginga í Ólafsdal og að endurreisa hús og valin mannvirki sem hafa fallið eða verið rifin. Miðað er við að öll húsin verði í framtíðinni nýtt til þjónustu ferðamanna. Með endurbyggingu og endurgerð húsanna í Ólafsdal yrði menningar- og sögutengd ferðaþjónusta við Breiðarfjörð styrkt til muna.
Skipulags- og skýringaruppdrættir, greinargerð og fornleifaskráning liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá 10. nóvember til 23. desember 2016. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is merkt ,,Deiliskipulag Ólafsdal” fyrir 23. desember 2016.
Staðgengill skipulags- og byggingarfulltrúa
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei