Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum og fótbolta

DalabyggðFréttir

Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum og fótbolta verður haldið við Íþróttahúsið á Reykhólum fimmtudaginn 11. september, klukkan 19. Þetta er uppgjör sumarsins og verða m.a. veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu á æfingar og mót, þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót, viðurkenningar fyrir besta afrek karla og besta afrek kvenna í sumar, viðurkenning fyrir mestar framfarir milli ára og allir fá plagg …

Háls-, nef- og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 15. september. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Draugar og tröll og ósköpin öll

DalabyggðFréttir

Þjóðtrúarkvöldvaka verður haldin í Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardagskvöldið 6. september kl. 20 og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Yfirskriftin á kvöldvökunni er Draugar og tröll og ósköpin öll. Verða haldin nokkur skemmtileg og fróðleg erindi um þjóðtrú og þjóðsögur, auk þess mun Íris Björg Guðbjartsdóttir á Klúku flytja eigin lög. Einnig verður kvöldkaffi á boðstólum sem enginn verður svikinn …

Skátastarfið er að hefjast

DalabyggðFréttir

Fyrstu skátafundir eru hjá fálkaskátum er 4. september og dróttskátum 11. september. Fálkaskátar 5.-7. bekkur Fyrsti skátafundur er fimmtudaginn 4. september í skátaherberginu. Vikulegir skátafundir eru í gæslubili skólans, kl. 13:50-15:05. Flestir skátafundir verða haldnir í Dalabúð en einu sinni í mánuði verður haldinn skátafundur að Laugum. Fyrsti fundur er öllum opinn, kynning á því sem verður á dagskrá í …

Byggðasafn Dalamanna – sögustund

DalabyggðFréttir

Áætlað er að hafa safnið opið annan hvorn sunnudag í vetur með sögustund um ákveðið málefni eða annað sem upp kemur. Sunnudaginn 31. ágúst er síðasti opnunardagur safnsins í sumaropnun og þá verður fjallað um verslun í Skarðsstöð um kl. 14. Skarðsstöð var fyrsti löggilti verslunarstaðurinn í Dalasýslu, þann 1. apríl 1884. Verslunarsaga Skarðsstöðvar er um margt athyglisverð bæði fyrir …

Opið hús í Röðli og tónleikar í Skarðskirkju

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 30. ágúst verður opið hús í félagsheimilinu Röðli á Skarðsströnd kl. 15 – 19 og tónleikar í Skarðskirkju kl. 20. Samkomuhúsið Röðull á 70 ára vígsluafmæli í ár. Síðustu ár hefur verið unnið að endurbótum á húsinu. Búið er að setja nýja glugga og útidyrahurð í húsið. Í sumar verður skipt um járn á þakinu, en verkefnið fékk styrk …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 116. fundur

DalabyggðFréttir

116. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 26. ágúst 2014 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga 2. Sturla Þórðarson 1214-2014 3. Markaðsstofa Vesturlands – Samstarfsverkefni 2014-2015 Fundargerðir til staðfestingar 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 145 4.1. Samgöngur og fjarskipti í Gilsfirði 5. Fundargerð 29. fundar félagsmálanefndar 6. Byggðarráð Dalabyggðar – 146 7. …

Héraðsbókasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu hefur nú aftur opnað á hefðbundnum tímum eftir sumarleyfi bókavarðar. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18.

Tilkynning frá Sýslumanninum í Búðardal

DalabyggðFréttir

Þjóðskrá Íslands hefur að höfðu samráði við Innanríkisráðuneytið látið taka niður búnað til móttöku umsókna um vegabréf á skrifstofu sýslumannsins í Búðardal. Er því ekki unnt að taka við umsóknum um vegabréf þar. Umsækjendum er bent á að snúa sér til nærliggjandi sýslumannsembætta með umsóknir sínar. Sýslumaðurinn í Búðardal

Helgin 15. – 17. ágúst

DalabyggðFréttir

Heldur rólegra verður í Dölunum þessa helgi en þá síðustu, en ýmislegt um að vera í nágrenninu. Danskir dagar verði í Stykkishólmi, Íslandsmótið í hrútadómum í Sævangi á Ströndum og á Laugum verða Ellen, Eyþór og kvöldverður á Hótel Eddu. Danskir dagar í Stykkishólmi Bæjarhátíð Hólmara, Danskir dagar, verður haldin helgina 15.-17. ágúst í tuttugasta skiptið. Á dagskrá hátíðarinnar er …