Sýning í Nesoddahöllinni

DalabyggðFréttir

Krakkarnir sem hafa verið á reiðnámskeiði hjá Sjöfn Sæmundsdóttur í vetur ætla að vera með sýningu í reiðhöllinni í dag, föstudaginn 15. apríl og hefst sýningin kl. 18.
Þrír hópar barna munu sýna ykkur listir sínar og hvað þau hafa verið að læra hjá Sjöfn.
Allir eru hvattir til að koma í reiðhöllina og fylgjast með þeim; foreldrar, systkini, afar, ömmur, frænkur, frændur, nágrannar og aðrir áhugasamir og hafa gaman af.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei