Manntöl og manntalsvefur

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 23. apríl mun Benedikt Jónsson flytja erindi um manntöl og manntalsvefinn á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal.
Benedikt Jónsson er ættaður frá Hömrum í Haukadal, var kennari við Laugaskóla og starfar núna á Þjóðskjalasafni Íslands.
Sögustundin hefst kl. 15. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna og kaffi á könnunni. Frítt er fyrir börn yngri en 18 ára.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei