Dalabyggð óskar eftir tilboðum í byggingu þjónustuhúss við tjaldsvæðið í Búðardal. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum. Bjóðendur geta nálgast útboðsgögn á skrifstofu Dalabyggðar frá 18. febrúar 2015.
Úr mold í stein
Sunnudaginn 22. febrúar kl. 15 mun Bogi Kristinsson byggingafulltrúi segja frá 19. aldar byggingartækni á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Allir eru velkomnir á sögustund og molakaffi. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna. Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara á netfangið gunnarmar@umfi.is eða síma 777 0295 …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 122. fundur
122. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. febrúar 2015 og hefst kl. 17:00. Dagskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. Frumvarp til laga – húsaleigubætur 2. Frumvarp til laga – Menntamálastofnun 3. Frumvarp til laga – félagsþjónusta sveitarfélaga 4. Frumvarp til laga – Náttúrupassi 5. Frumvarp til laga – stjórn vatnamála 6. Frumvarp til …
Álagningaseðlar fasteignagjalda
Því miður hafa álagningaseðlar fasteignagjalda í Dalabyggð ekki birst sem skyldi í íbúagáttinni. Til að skoða álagningaseðla verður í stað þess að fara inn á íbúagáttina að skrá sig inn á síðunni Island.is – Mínar síður. Þar má finna álagningaseðla í pósthólfi. Innskráning á Island.is
Kaupfélag Saurbæinga
Sögustundir á Byggðasafni Dalamanna hefjast aftur sunnudaginn 15. febrúar kl. 15. Þá mun Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagradal mun fara yfir sögu Kaupfélags Saurbæinga. Kaupfélag Saurbæinga var stofnað 1898 og rak verslun, sláturhús, smjörbú og fleira í Salthólmavík og síðar Skriðulandi. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna.
Fasteignagjöld
Álagning fasteignagjalda er nú lokið. Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur séu öll gjöld greidd í síðasta lagi 15. febrúar. Samþykkt sveitastjórnar um útsvar og fasteignaskatt 2020. Kæruleiðir vegna álagningar Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu. Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn …
Umsjónarmaður dreifnáms – afleysingar
Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í afleysingar í 60% starf til að hafa umsjón með dreifnámi við framhaldsskóladeild í Búðardal frá 7. apríl næstkomandi. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með nemendum, eftirlit með skólasókn, aðstoð við nemendur í kennslustundum, samskipti við kennara MB, umsjón með námsaðstöðu og tækjabúnaði og umsjón með námslotum í Borgarnesi.Hæfniskröfur eru hæfni í …
Undankeppni söngvakeppni Samfés
Undankeppni söngvakeppni Samfés á Vesturlandi verður í Dalabúð fimmtudaginn 12. febrúar. Húsið opnar kl. 17:30 og keppnin hefst kl. 18. Allir eru velkomnir að fylgjast með keppninni. Miðaverð er 1.000 kr. fyrir 12 og eldri og 500 kr fyrir 11 ára og yngri. Að keppni lokinni verður ball til kl. 22 með Basic house effect. Miðaverð er 1.000 kr.
Gjöf til Héraðsbókasafns Dalasýslu
Kvenfélagið Fjóla kom færandi hendi á Héraðsbókasafnið í gær og afhenti Hugrúnu Hjartardóttur bókaverði gjafabréf uppá 150.000 kr til kaupa á húsgögnum fyrir safnið.
Tómstundabæklingur vor 2015
Tómstundabæklingur UDN og Dalabyggðar fyrir vorið 2015 er kominn út. Hann er m.a. að finna hér á heimasíðu Dalabyggðar.