Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum að íbúðarhúsnæði sem nýtt er til ferðaþjónustu fari úr gjaldflokki A í gjaldflokk C frá og með áramótum 2016.
Húsaleigubætur
Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum skv. lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Umsóknir um húsaleigubætur þurfa að berast skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. janúar 2015. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánuðar. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknarblöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins. Með umsókn skulu fylgja – frumrit þinglýsts húsaleigu-samnings – íbúavottorð frá þjóðskrá – …
Brenna í Búðardal
Kveikt verður í brennunni á gamla fótboltavellinum í Búðardal kl. 20:30 á gamlárskvöld. Flugeldasýning í boði Dalabyggðar verður eftir að kveikt hefur verið í brennunni.
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Óskar
Björgunarsveitin Ósk er með sína árlega flugeldasölu að Vesturbraut 12 dagana 29.-31. desember. Opnunartímar flugeldasölunnar eru mánudaginn 29. desember kl. 14-22 þriðjudaginn 30. desember kl. 14-22 miðvikudaginn 31. desember kl. 10-15 þriðjudaginn 6. janúar kl. 14-18 Þeir sem ekki hafa áhuga á flugeldum, en langar að styrkja björgunarsveitina er bent á reikning þeirra 0312-13-300062 og kennitalan er 620684-0909. Ný stjórn …
Félagsvist í Tjarnarlundi
Félagsvist verður spiluð í Tjarnarlundi laugardaginn 27. desemeber kl. 20. Aðgangseyrir er 700 kr. Sjoppa verður á staðnum en enginn posi.
Sorplosun í Búðardal
Sorplosun í Búðardal hefur verið færð til dagsins í dag, í stað morgundagsins.
Jólaball Lions
Mánudaginn 29. desember verður hið árlega jólaball Lionsklúbbs Búðardals haldið í Dalabúð og hefst kl. 18. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma. Eins og venjulega er fólk beðið um að koma með smákökur eða eitthvað annað gott til hafa með. Jólasveinar mæta á svæðið og aldrei að vita hvað þeir hafa í pokanum sínum.
Vefstefna Dalabyggðar
Vefstefna fyrir vef Dalabyggðar, www.dalir.is, var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16. desember. Í stefnunni kemur m.a. fram að hlutverk vefsins „er fyrst og fremst til að veita íbúum sveitarfélagsins upplýsingar um stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Þá eru birtar fréttir af menningar- og samfélagstengdum viðburðum og öðru í héraðinu og nágrenni. Vefur Dalabyggðar er ekki hugsaður til að birta almennar fréttir …
Skrifstofa Dalabyggðar
Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð á aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember.