Mannvirki nýtt til ferðaþjónustu

DalabyggðFréttir

Að gefnu tilefni skal minnt á að skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtistaði skal hver sá sem rekur veitinga- eða gistiþjónustu hafa til þess gilt rekstrarleyfi. Þetta gildir hvort um er að ræða t.d. veitingarekstur, hótel, gistiheimili eða heimagistingu.
Sótt er um slíkt leyfi til sýslumanns sem aflar umsagna m.a. sveitarstjórnar, byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlits og slökkviliðs. Umsókn skal fylgja uppdráttur sem sýnir húsnæði sem nýtt er undir starfsemina.
Umsóknareyðublöð fást á vef sýslumanna syslumenn.is eða á næstu sýsluskrifstofu, t.d. sýsluskrifstofunni í Búðardal þar sem einnig er tekið á móti umsóknum.
Sveitarfélagið leggur á fasteignaskatt skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum. Sé hluti íbúðarhúsnæðis nýttur til veitinga- eða gistiþjónustu skal leggja fasteignaskatt á þann hluta skv. c. lið 3. greinar laganna. Það er því mikilvægt að á uppdrætti sé skýrt markað hvernig afnotum húsnæðis er háttað.
Sveinn Pálsson
sveitarstjóri
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei