Þorrablóti á Borðeyri frestað

DalabyggðFréttir

Þorrablót ungmennafélagsins Hörpu og kvenfélagsins Iðunnar verður haldið laugardaginn 2. mars 2013 í skólahúsinu á Borðeyri. Húsið opnar kl. 20, en blótið hefst kl. 20:30. Gæðakokkar í Borgarnesi reiða fram þorramat og sömuleiðis hljómsveitina Kopar sem leikur fyrir dansi. Einar Georg flytur annál ársins og ýmsir stíga á stokk með söng og glens. Pantanir í símum 451 0090 (Kristín G.) …

Íbúar Dalabyggðar 1. janúar 2013

DalabyggðFréttir

Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands voru íbúar Dalabyggðar alls 665 þann 1. janúar 2013. Er það fækkun um 3,06% frá 1. janúar 2012. Til samanburðar þá fjölgaði íbúum á landsvísu um 0,7% og á Vesturlandi um 0,1%. Karlar voru 347 og fækkaði þeim um 4,14% milli ára, en konur 318 og fækkaði þeim um 1,85% milli ára. Íbúar Dalabyggðar 1. janúar …

Leikskóladeild Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Í hverri viku hittast nemendur í 1. bekk í grunnskóla og skólahópur leikskólans í skemmtilegum verkefnum. Undanfarið hafa börnin verið að vinna að kubbaþema með einingakubbum, prisma, kapla- og legokubbum. Áhersla er lögð á stærðfræði í samvinnunni og tölur og skráningu þeirra. Einnig hefur verið unnið með plúsheiti talnanna 5 og 10 og 15. Margir eru orðnir býsna góðir og …

Aðalfundur FSD

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) verður haldinn í Leifsbúð mánudaginn 18. febrúar og hefst kl. 20. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf; skýrsla stjórnar, reikningar, kosningar, ályktanir og önnur mál. Gestur fundarins verður Eyjólfur Ingvi Bjarnason sauðfjárræktarráðunautur. Hann mun fjalla um ýmislegt tengt sauðfjárrækt í Dölum.

Öskudagur

DalabyggðFréttir

Gestkvæmt var á skrifstofu Dalabyggðar í dag, en meðalaldurinn heldur lægri en vanalega. Magnína Kristjánsdóttir tók myndir af flestum gestanna og eru þær nú komnar í myndasafnið. Myndir frá öskudagsskemmtun í Dalabúð tók Björn Anton Einarsson.

Þorrablót á Borðeyri

DalabyggðFréttir

Þorrablót ungmennafélagsins Hörpu og kvenfélagsins Iðunnar verður haldið laugardaginn 23. febrúar 2013 í skólahúsinu á Borðeyri. Húsið opnar kl. 20, en blótið hefst kl. 20:30. Gæðakokkar í Borgarnesi reiða fram þorramatinn. Einar Georg flytur annál ársins. Einnig munu fleiri stíga á stokk með söng og glensi. Hljómsveitina Kopar mun síðan spila fyrir dansi. Pantanir eru hjá í símum 451 0090 …

Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Af gefnu tilefni er minnt á að hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð. Takmarkanirnar eru m.a. eftirfarandi · Eiganda er skylt að skrá hund sinn á hreppsskrifstofu. · Eiganda er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu tryggingarfélagi. · Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa, en heimilt er að hafa þá í …

Réttindi og ábyrgð á netinu

DalabyggðFréttir

Á alþjóðlega netöryggisdeginum stóð SAFT fyrir málþingi um réttindi og ábyrgð á netinu. Foreldrum og öðrum til fróðleiks kemur hér pistill frá félagsþjónustunni um málþingið og hvernig bæta megi netöryggi. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar síðastliðinn. „Réttindi og ábyrgð á netinu ” var þema ársins. Stóðu yfir 70 þjóðir um allan heim fyrir skipulagðri …

Svavar Knútur í sveitinni

DalabyggðFréttir

Tónleikar með Svavari Knúti verða í Erpsstaðafjósinu föstudaginn 15. febrúar kl. 20:30. Aðgangur er 1.500 kr fyrir fullorðna. Börn 16-18 ára fá frítt inn, ef þau viðurkenna að þau séu ennþá börn. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára. Klæðnaður eftir veðri og tónleikasal. Tónleikarnir eru í samstarfi við Rjómabúið Erpsstöðum og Þaulsetur.

Þorrablót eldri borgara

DalabyggðFréttir

Þorrablót eldri borgara verður haldið á Silfurtúni fimmtudaginn 21. febrúar kl. 18. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir í mat, skemmtun og dans. Aðgangur er 2.000 kr. Miðapantanir eru í síma 434 1218 fyrir 17. febrúar.