Helgin 9.-10. ágúst

DalabyggðFréttir

Um helgina verður árleg kvennareið, Hnúksneshátíð, Ólafsdalshátíð, tónleikar á Laugum og síðustu forvöð að sjá myndlistasýninguna Dalir og hólar- Litur.

 

Dalir og hólar 2014

Síðasta sýningarvika er nú á Dalir og hólar 2014. Þema sýningarinnar er litur. Sýningarstaðir eru Byggðasafn Dalamanna á Laugum í Sælingsdal, Skarðsstöð á Skarðsströnd, Ytri-Fagridalur á Skarðsströnd,Staðarhóll í Saurbæ, Ólafsdalur í Gilsfirði, gamla kaupfélagshúsið í Króksfjarðarnesi, Norðursalt á Reykhólum og Grettislaug á Reykhólum.

Kvennareið 2014

Árlegu kvennareið verður að þessu sinni á Fellsströnd laugardaginn 9. ágúst og hefst kl. 13 frá Skógum. 16 ára aldurstakmark er í reiðina og þátttökugjald er 2.000 kr.

Hnúksneshátíðin

 

Hnúksneshátíðin fer fram á laugardag í Hnúksnesi um kl. 16-22. Á dagskrá er m.a. suomi stígvélakast, Slæd show, píanókonsert á orgel, skeljamálun, harmonikku sveifla, einleiks samspil á sópran saxóphone, fiðlu og kornett og aðrir ófyrirséðir atburðir. Allir eru velkomnir.

 

Ólafsdalshátíð

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldinn sunnudaginn 10. ágúst og hefst kl. 13.
Dagskráin er fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda. Á meðal þess sem í boði verður á hátíðinni er happdrætti Ólafsdalsfélagsins, leikritið Hrói höttur flutt af Leikhópnum Lottu og Alda Dís og Bragi Þór taka lagið.Þá verður og grænmetismarkaður Ólafsdalsfélagsins, auk handverks- og matarmarkaðar þar sem áhersla er lögð á vörur úr héraðinu. Fyrirlestrar, m.a. mun Dominique Plédel Jónsson fjalla um sjálfbærni og lífræna ræktun, fræðsluganga um dalinn og ýmislegt fleira. Kynnir verður Jóhannes Haukur Hauksson oddviti Dalabyggðar.
Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Óskar og Skúli á Laugum

Óskar Guðjónsson saxafónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari munu halda tónleika í Gyllta salnum á Laugum í Sælingsdal sunnudaginn 10. ágúst kl. 21.
Þeir Þeir félagar hafa starfað saman í yfir 15 ár og hafa á þeim tíma gefið frá sér tvær plötur; Eftir þögn og The box tree. Báðar plöturnar hlutu hin eftirsóttu íslensku tónlistaverðlaun sem plata ársins í flokki jasstónlistar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei