Skátastarfið er að hefjast

DalabyggðFréttir

Fyrstu skátafundir eru hjá fálkaskátum er 4. september og dróttskátum 11. september.

Fálkaskátar 5.-7. bekkur

Fyrsti skátafundur er fimmtudaginn 4. september í skátaherberginu. Vikulegir skátafundir eru í gæslubili skólans, kl. 13:50-15:05.
Flestir skátafundir verða haldnir í Dalabúð en einu sinni í mánuði verður haldinn skátafundur að Laugum. Fyrsti fundur er öllum opinn, kynning á því sem verður á dagskrá í vetur. Dagskrá verður síðan afhent á öðrum fundi.
Sveitaforingi fálkaskáta í vetur er Þórey Þórisdóttir. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í vetur verða að mæta á fyrsta fund eða hafa samband við Þórey skátaforingja (thoreyb@gmail.com) og skrá sig fyrir 5.september, vegna skipulags.
Í framhaldinu verða allir að skrá skátana inn á www.skatamal.is og velja flipa „komdu í skátana“ og skrá þar.
Haldnir verða að lámarki 14 fundir/viðburðir fyrir fálkaskáta á haustönn. Verð í skátanna á haustönn er 8.000 kr á skáta og 6000 kr. fyrir önnur systkini.

Dróttskátar 8.-10. bekkur

Fyrsti skátafundur dróttskáta er fimmtudaginn 11. september í skátaherberginu. Vikulegir skátafundir verða kl. 15:35-16:35, oftast í Búðardal. Mikilvægt er að allir séu búnir að borða nesti áður en skátafundur hefst. Einu sinni í mánuði verður haldinn skátafundur að Laugum. Fyrsti fundur er öllum opinn, kynning á því sem verður á dagskrá í vetur. Dagskrá verður síðan afhent á öðrum fundi.
Sveitaforingi fálkaskáta í vetur eru Jenny Nilsson og Elísabet Kristjánsdóttir. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í vetur verða að mæta á fyrsta fund eða hafa samband við Jenny (netfang jenny86nilsson@gmail.com eða sími 844 5710) fyrir 11. september, vegna skipulags. Í framhaldinu verða allir dróttskátar að skrá sig inn á www.skatamal.is og velja flipa „komdu í skátana“ og fylgja leiðbeiningum.
Verð í skátanna á haustönn er 8000 kr á skáta og 6000 kr fyrir önnur systkini.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei