Tilkynning frá Sýslumanninum í Búðardal

DalabyggðFréttir

Þjóðskrá Íslands hefur að höfðu samráði við Innanríkisráðuneytið látið taka niður búnað til móttöku umsókna um vegabréf á skrifstofu sýslumannsins í Búðardal. Er því ekki unnt að taka við umsóknum um vegabréf þar. Umsækjendum er bent á að snúa sér til nærliggjandi sýslumannsembætta með umsóknir sínar.
Sýslumaðurinn í Búðardal
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei