Opið hús í Röðli og tónleikar í Skarðskirkju

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 30. ágúst verður opið hús í félagsheimilinu Röðli á Skarðsströnd kl. 15 – 19 og tónleikar í Skarðskirkju kl. 20.
Samkomuhúsið Röðull á 70 ára vígsluafmæli í ár. Síðustu ár hefur verið unnið að endurbótum á húsinu. Búið er að setja nýja glugga og útidyrahurð í húsið. Í sumar verður skipt um járn á þakinu, en verkefnið fékk styrk frá Dalabyggð sem sjálfboðaliðaverkefni.
Dalla úr Tungu syngur nokkur lög. Handverk, krydd, sultur og fleira heimagert á Skarðsströndinni verður til sölu í Röðli. Sýningar hafa verið í Röðli undanfarin ár og nú er ætlunin að kynna hugmyndir að nýjum sýningum.
Kaffi og kökur verða og til sölu gegn frjálsum framlögum, sem renna til uppbyggingar á staðnum. Athugið að enginn posi er á staðnum.
Lítið er um formlega dagskrá, en mikilvægasti hlutinn er að hafa gaman hvert af öðru.
Stofubandið verður síðan með sína árlega Rökkurtónleika í Skarðskirkju kl. 20 Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei