Þorrablót Stjörnunnar

DalabyggðFréttir

Þorrablót Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ, laugardaginn 2. febrúar. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, þorramatur, skemmtidagskrá þorrablótsnefndar og dansleikur með hljómsveitinni Dísel. Miðaverð er 5.000 kr og þurfa miðapantanir að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 30. janúar til Bjargeyjar á Skerðingsstöðum (sími 434 1676 / 867 0892) eða Fjólu á Tindum (sími …

Fjárhagsáætlun 2013-2016

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2013-2016 var samþykkt við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 13. desember 2012. Gert er ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð öll árin sem áætlunin nær yfir og að hlutfall skulda af árstekjum lækki úr u.þ.b. 74% fyrir árið 2012 í um 65% fyrir árið 2016. Fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að álagningarhlutföll útsvars (14,48%), fasteignaskatts og …

Fyrsta helgi í Þorra

DalabyggðFréttir

Að vanda er ýmislegt um að vera í Dölum og nágrenni fyrstu helgina í Þorra. Námsvaka í Auðarskóla, félagsvist í Sævangi, þorrablót í Dalabúð og Reykhólum og Þorrakviss á Staðarfelli. Námsvaka Auðarskóla er áheitasöfnun til styrktar unglingastarfi skólans. Nemendur 8.-10. bekkja verða með sólarhrings námsmaraþon 24.- 25. janúar. Allir eru hvattir til að koma og kíkja á námshestana, foreldrar, gestir …

Tómstundabæklingur vor 2013

DalabyggðFréttir

Tómstundabæklingur Dalabyggðar vorið 2013 er komin út hér á vef Dalabyggðar. Bæklingurinn er heldur seinna á ferðinni en venjulega. Leiðréttingum og viðbótum skal komið til ritstjóra og verða þær þá birtar hér á vefnum. Þeir sem vilja auglýsa í næsta tómstundabæklingi, haustið 2013 er og bent á að hafa samband við ritstjóra. Ritstjóri og ábyrgðarmaður tómstundabæklings er Svala Svavarsdóttir. Tómstundir …

Bingó í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur bingó í Árbliki laugardaginn 19. janúar kl 20:30. Spjaldið kostar 500 kr og rétt að hafa í huga að enginn posi er á staðnum og því eingöngu hægt að greiða með reiðufé.

Þorrablót Laxdæla

DalabyggðFréttir

Þorrablót Laxdæla verður haldið laugardaginn 26. janúar í Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20. Þorrablótið verður með hefðbundnu sniði. Þorramatur á borð borinn af Sigurði Finni Kristjánssyni, helstu atburðir liðins árs rifjaðir upp af þorrablótsnefnd og í lokin dansleikur með Hvanndalsbræðrum. Almennt miðaverð er 6.000 kr, fyrir eldri borgara 4.500 kr og eingöngu á dansleikinn 3.000 …

Aðalfundur Ólafs páa

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Umf. Ólafs Páa fer fram að Stekkjarhvammi 11 í Búðardal fimmtudaginn 17. janúar kl. 20. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Sveitarstjórn Dalabyggðar 97. fundur

DalabyggðFréttir

97. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 15. janúar 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. 1301006 – Fræðsla um gróðurrækt og önnur umhverfismál2. 1301007 – Samningur v/ forðagæslu 20133. 1301009 – Björgunarsveitin Ósk – Umsókn um styrk vegna ungmennastarfs Fundargerðir til staðfestingar 4. 1212002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 1184.1. 1301002 – Leifsbúð – Rekstrarsamningur …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur félagsvist í Árbliki föstudaginn 11. janúar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr. Kaffi og meðlæti innifalið. Frítt er fyrir börn 14 ára og yngri. Allir velkomnir.

Húsaleigubætur 2013

DalabyggðFréttir

Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum hjá sveitarfélaginu og sækja þarf um þær fyrir 16. dag fyrsta greiðslumánuðar. Berist umsókn seinna verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar. Samkvæmt 10. grein laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 þarf að sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Því er mikilvægt að endurnýja allar umsóknir nú fyrir 16. janúar …