Háls-, nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 23. nóvember n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Heilsugæslan í Búðardal

Meistaramót í glímu

DalabyggðFréttir

Önnur umferð meistarmóts Íslands í glímu verður í Dalabúð, laugardaginn 17. nóvember og hefst kl. 13. Fyrsta umferð meistarmótsins fór fram á Reyðarfirði 27. október og þriðja umferð fer fram í Reykjavík 16. febrúar. Dalamenn eru hvattir til að mæta á mótið og hvetja okkar fólk til dáða.

Þjónusturáð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðra. Umsækjendur skulu eiga lögheimili á Vesturlandi, búa við varanlega örorku og vera orðnir 18 ára. Styrkir verða veittir til greiðslu menntunar- eða námskeiðskostnaðar eða kaupa á verkfærum/áhöldum sem ætla má að auðveldi fötluðu fólki að skapa sér heimavinnu eða …

Menningarráð Vesturlands -menningarstyrkir 2013

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur vegna menningarstyrkja hjá Menningarráði Vesturlands rennur út 18. nóvember 2012. Stofn- og rekstrarstyrkir Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á Vesturlandi. Umsækjendur geta verið, félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Menningarstyrkir Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Umsækjendur …

Norræni skjaladagurinn

DalabyggðFréttir

Norræni skjaladagurinn er að þessu sinni helgaður íþrótta- og æskulýðsstarfi á 20. öld. Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með sýningu á skjölum frá æskulýðs- og íþróttafélögum í Dölum sunnudaginn 11. nóvember kl. 13-17 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Norræni skjaladagurinn er laugardaginn 10. nóvember, en þar veðurspár gera ráð fyrir leiðindaveðri hefur sýningunni verið frestað fram á sunnudag í von …

Drengjakór íslenska lýðveldisins

DalabyggðFréttir

Drengjakór íslenska lýðveldisins verður með söng- og söguskemmtun föstudaginn 9. nóvember kl. 21 á Villapöbb í Búðardal. Í Drengjakór íslenska lýðveldisins eru hressir drengir á öllum aldri sem bregða á leik með söng í bland við uppistand þar sem félagar bregða á leik. Enginn aðgangseyrir

Íbúagátt á Island.is

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir íbúagátt undir Island.is þar sem íbúar geta skoðað reikninga sína og stöðu hjá sveitarfélaginu. Vefslóðina að innskráningu má finna hér til hægri undir flýtileiðir og einnig undir Stjórnsýsla, neðst í valmynd til vinstri. Fleiri tengingum verður síðan komið fyrir eftir því sem tilefni gefur til. Við innskráningur er notuð kennitala og varanlegur aðalveflykill ríkisskattstjóra.Aðrir veflyklar ríkisskattstjóra …

Lyfjagjöf í sauðfjárrækt

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu í samstarfi við Gísla Sverri Halldórsson dýralækni heldur fund um lyfjagjöf og sjúkdóma í sauðfé í Dalabúð miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20. Til umfjöllunar verða m.a. ormalyfsgjöf, selenskortur í sauðfé, bólusetningar að vori, lungnapest, lungnakregða, garnaveiki og garnaveikibólusetningar. Allir áhugasamir sauðfjárræktendur eru hvattir til að mæta.

Vöfflukaffi

DalabyggðFréttir

Unglingadeild Auðarskóla stendur fyrir vöfflukaffi í Dalabúð miðvikudaginn 7. nóvember kl. 16-18. Vöfflukaffið er haldið til fjáröflunar fyrir ferð unglinganna á Samfés. Á boðstólum verður kaffi, kakó og vöfflur. Skynsamlegt er að koma fyrst við í bankanum og taka með sér aur, en enginn posi verður á staðnum.

Viltu leggja Rauða Krossinum lið?

DalabyggðFréttir

Rauðakrossdeildina í Búðardal vantar sjálfboðaliða sem vilja starfa í fjöldahjálparstöð. En deildin hefur umsjón með tveimur slíkum í Búðardal og á Reykhólum. Ítarlegt námskeið um tilgang og störf fjöldahjálpastöðva verður haldið mánudaginn 5. nóvember og þriðjudaginn 6. nóvember kl. 18 til 22 í Auðarskóla. Skráning er í síma 456 3180 . Rauði Krossinn þarf á liðsmönnum að halda.