Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum verður haldið í /við íþróttahúsið á Reykhólum fimmtudaginn 5. september, klukkan 19. Þetta er uppgjör sumarsins og m.a. verða veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu á æfingar og mót, þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót, bestu afrek karla og kvenna í sumar og mestar framfarir milli ára. Allir keppendur fá plagg með árangri ársins í hinum ýmsu …
Héraðsbókasafn Dalasýslu
Héraðsbókasafn Dalasýslu verður opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18 frá og með 3. september. Safninu berast öðru hverju bókagjafir og hefur markavörður, Arndís Erla í Ásgarði, af miklum höfðingsskap gefið safninu Landsmarkaskrá 2013. Það er ómetanlegt þegar safninu er sýnd ræktarsemi og erum við þakklát fyrir það.
Samferða – söngtónleikar
Ingunn Sigurðardóttir sópran og Renata Ivan píanóleikari verða með söngtónleika í Leifsbúð laugardaginn 31. ágúst kl. 15. Miðaverð er 1.000 kr og ekki er hægt að taka við kortagreiðslum.
Laxdæluhátíð á Laugum
Laugardaginn 7. september býður Guðrún Ósvífursdóttir til veislu heima að Laugum í Sælingsdal. Þessi hátíð er árangurinn af samstarfi heimamanna í Dölum og þriggja norrænna leikhúsa um Laxdælasögu. Um morguninn verður farið um Laxdæluslóðir. Eftir hádegi verður boðið upp á tvær norrænar leiksýningar, íslenska og finnska. Þá verður blásið til spurningakeppni, Dalakonur af tveimur kynslóðum tala um söguna frá eigin …
Héraðsbókasafn lokað á þriðjudag
Vegna óviðráðanlegra ástæðna verður Héraðsbókasafnið lokað þriðjudaginn 27. ágúst. Opið verður fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13-18.
Gömul leiktæki til sölu
Dalabyggð auglýsir til sölu gömul leiktæki sem tekin hafa verið niður af leikvöllum sveitarfélagsins. Leiktækin eru í mismunandi ásigkomulagi. Myndir af þeim má sjá hér á vef Dalabyggðar. Óskað er eftir tilboðum í tækin. Bjóða má í hvert og eitt. Tilboð berist skrifstofu Dalabyggðar í lokuðu umslagi í síðasta lagi 6. september nk. merkt „Tilboð í leiktæki.“ Um 8 leiktæki …
Opið hús í Röðli
Laugardaginn 31. ágúst nk. verður opið hús í félagsheimilinu Röðli á Skarðsströnd kl. 15 – 19. Samkomuhúsið Röðull var byggt á árunum 1942-1944. Voru haldnar þar margar og fjölmennar samkomur. Húsið er nú í endurbyggingu og hefur til þess fengið styrk úr Húsafriðunarsjóði. Tvær sýningar hafa verið í Röðli í sumar. Umf. Tilraun/Vaka og samkomuhald í Röðli og ljósmyndasýningin „Vetur …
Háls-, nef- og eyrnalæknir
Þórir Bergmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, verður með móttöku á heilsugæslunni í Búðardal föstudaginn 30. ágúst. Tímapantanir eru í síma 432 1450 Heilsugæslan í Búðardal
Réttindi fatlaðra
Opinn fundur um réttindi fatlaðs fólks og fjölskyldna barna með sérþarfir verður haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík mánudaginn 26. ágúst 2013 kl. 17. Starfsmaður réttindavaktar Velferðarráðuneytisins, réttindagæslumaður fatlaðs fólks og ráðgjafi frá Sjónarhóli, ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir, flytja erindi og svara fyrirspurnum. Dagskrá 1. Þjónusta við fatlað fólk á heimilum sínum. 2. Réttindagæslan og ráðstafanir til að draga …
Hnúksneshátíð
Í tilefni af 40 ára afmælis Hnúksness árið 2012 verður Hnúksneshátíð í félagsheimilinu Staðarfelli laugardaginn 24. ágúst kl. 20:30. Á dagskrá verður söngur og gamanmál. Fram koma Karlakórinn Frosti, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og fleiri. Enginn aðgangseyrir, en selt verður kaffi og meðlæti. Allir velkomnir í kvöldstund á Staðarfelli.