Breytt leiðakerfi hjá Strætó

DalabyggðFréttir

Strætó hóf akstur á nýjum leiðum um Vesturland þann 2. september 2012, þar á meðal í Dalina.SSV í samvinnu við Strætó hefur nú bætt leiðarkerfið og aðlagað það að þörfum og óskum farþega. Lagfæringarnar taka gildi frá og með sunnudeginum 4. nóvember og hafa þær áhrif á allar áætlanir Strætó á Vesturlandi. Á leið 59 Reykjavík – Hólmavík/Reykhólar um Dalina …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

94. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 30. október 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ósk um tímabundna lausn frá sveitarstjórnarstörfum. 2. Sóknaráætlun 2020, tilnefning fulltrúa í samráðsvettvang. 3. Jarðvangur Ljósufjalla. Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Fyrirhuguð niðurfelling Héraðsvega af vegaskrá. 5. Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis. 6. Átakið …

Haustfagnaður FSD – úrslit

DalabyggðFréttir

Nú er vel heppnuðum haustfagnaði FSD um það bil að ljúka og úrslit orðin kunn. Einnig eru nokkrar myndir komnar inn á myndasafnið frá Tona (Birni Antoni Einarssyni) Íslandsmeistarmótið í rúningi 1. Jóhann Hólm Ríkarðsson í Gröf í Laxárdal, Dal. Refsistig 18,717 – 18,733 – 17,650 2. Þórarinn Bjarki Benediktsson á Breiðavaði, A-Hún. Refsistig 20,733 – 18,133 – 19,583 3. …

Haustfagnaður FSD á föstudag

DalabyggðFréttir

Á morgun föstudag hefst haustfagnaður FSD með lambhrútasýningu á Valþúfu og sviðaveislu á Laugum í Sælingsdal. Lambhrútasýning í Dalahólfi verður á Valþúfu á Fellsströnd og hefst kl. 14. Þar eru skráðir 73 lambhrútar, 47 hyrndir, 15 kollóttir og 11 mislitir/ferhyrndir. Sýningaskrá hefur verið gefin út. Sviðaveislan er í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal og verður húsið opnað kl. 19:30. Þar …

Keppendur á Íslandsmeistaramóti í rúningi

DalabyggðFréttir

Skráningu er nú lokið á Íslandsmeistaramótið í rúningi og hafa fimmtán skráð sig til keppni. Keppendur koma víða af landinu og sumir þeirra hokaðir af reynslu, á meðan aðrir eru rétt byrjaðir. Keppendur Arnar Freyr Þorbjarnarson á Harrastöðum Árni Jón Þórðarsson á Arnheiðarstöðum Bergþór Steinar Bjarnason í Hjarðarhlíð Bjarni Kristmundsson frá Giljalandi Björn Björnsson á Ytri-Hóli Gísli Þórðarson í Mýrdal …

Menningarráð Vesturlands -menningarstyrkir 2013

DalabyggðFréttir

Menningarfulltrúi Vesturlands, Elísabet Haraldsdóttir, mun hafa viðveru í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal miðvikudaginn 24. október kl. 12-14. Þar mun Elísabet kynna styrki Menningarráðs Vesturlands og svara fyrirspurnum. Umsóknarfrestur vegna menningarstyrkja 2013 hjá Menningarráði Vesturlands rennur út 18. nóvember 2012. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og umsóknarform er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands. Einnig veitir menningarfulltrúi, Elísabet Haraldsdóttir, upplýsingar um styrkina í síma …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 19. október verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá kl. 12 vegna fundahalda.

Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012

DalabyggðFréttir

Þjóðaratkvæðagreiðsla í Dalabyggð fer fram á Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11 í Búðardal laugardaginn 20. október. Kjörfundur hefst klukkan 12:00. Kjörfundi verður slitið eftir kl. 20:00 ef hálf klukkustund líður frá því að kjósandi gefur sig fram. Kjörfundi verður þó slitið ekki síðar en kl. 22:00. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér skilríki. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 93. fundur

DalabyggðFréttir

93. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 16. október 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Veggirðingar. 2. Þjóðaratkvæðagreiðsla – Kjörskrá. Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Landsskipulagsstefna 2012-2024, tillaga til umsagnar. 4. Endurnýjun rekstrarleyfis, beiðni um umsögn. 5. Sóknaráætlun 2020, skipan samráðsvettvangs – bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 8.10.2012. Fundargerðir til …

Hundahreinsun

DalabyggðFréttir

Hundahreinsun í Búðardal fer fram þriðjudaginn 9. október og fimmtudaginn 11. október kl. 15-18 hjá dýralækni að Ægisbraut 19. Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða garnaveikibólusetningu sauðfjár. Hundeigendur í dreifbýli sem ekki eiga sauðfé eru beðnir um láta Gísla Sverri Halldórsson dýrarlækni vita af þeim hundum svo hægt verði að meðhöndla þá í sömu ferð. Hundahald í Búðardal sætir takmörkunum …