Saga Breiðafjarðar

DalabyggðFréttir

Fyrirlestri dr. Sverris Jakobssonar um sögu Breiðafjarðar er vera átti laugardaginn 21. júlí að Nýp á Skarðsströnd er frestað. Ný dagsetning verður auglýst bráðlega.

Lausar stöður við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Lausar eru tvær stöður við Auðarskóla í leikskóla og grunnskóla. Starfsmaður leikskóla Laus er 100 % staða leikskólakennara/leiðbeinanda í leikskóla Auðarskóla. Starfsmaðurinn starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir námskrá leikskólans. Viðkomandi þarf að hafa góða samstarfshæfni, vera sveigjanlegur í starfi og með jákvæð lífsviðhorf. Ef umsækjandi er ekki með uppeldismenntun er æskilegt að hann …

Umsækjendur um Dalaprestakall

DalabyggðFréttir

Fjórir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Dalaprestakalli. Frestur til að sækja um rann út þann 3. júlí síðastliðinn. Embættið veitist frá 1. ágúst 2012. Umsækjendur eru Cand. theol. Anna Eiríksdóttir, Cand. theol. Jóhanna Magnúsdóttir, Cand. theol. Salvar Geir Guðgeirsson og séra Torfi K. Stefánsson Hjaltalín. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni niðurstöðu valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr …

Tannlæknaþjónusta í Búðardal

DalabyggðFréttir

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson tannlæknir hefur tekið við rekstri tannlæknastofunnar í Búðardal. Vilhjálmur mun koma til starfa 26. júlí næstkomandi, en hann mun einnig sinna tannlæknaþjónustu á Hólmavík. Vilhjálmur er með stofu í Kópavogi. Tímapantanir í Búðardal verða áfram í síma 434 1445 og 695 7742.

Leikhópurinn Lotta á Ólafsdalshátíð!

DalabyggðFréttir

Leikhópurinn Lotta mun sýna nýtt leikrit um Stígvélaða köttinn á Ólafsdalshátíð, sunnudaginn 12. ágúst 2012 Þetta er sjötta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu. Síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Leikgerðina um Stígvélaða köttinn gerði Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er annað leikritið sem hún …

Söfnun á rúlluplasti

DalabyggðFréttir

Áætlað er að safna rúlluplasti hjá bændum 9.-10. júlí, mánudag og þriðjudag. Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Baggabönd og net skal setja sér í glæra plastpoka. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Söfnunin er lögbýliseigendum að kostnaðarlausu, en sækja þarf um það til sveitarfélagsins fyrir 20. janúar 2012. Hægt er að sækja um …

Bæjarhátíð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Dagskrá bæjarhátíðarinnar er nú tilbúin. Skipulögð dagskrá er frá kl. 15 föstudaginn til kl. 3 á sunnudagsmorgunn. Föstudagur 6. júlí Kl. 15. Listasmiðja í Auðarskóla fyrir krakka. Kl. 17. Blindrabolti á sparkvellinum. Kl. 19 – 21. Kjötsúpa í boði á heimilum í Búðardal. Kl. 21:30. Kvöldvaka við Leifsbúð. Laugardagurinn 7. júlí Kl. 12. Vestfjarðavíkingurinn. Uxaganga við Leifsbúð. Kl. 13. Félag …

Kjörfundur

DalabyggðFréttir

Kjörfundur í Dalabyggð vegna kosninga til embættis forseta Íslands verður haldinn laugardaginn 30. júní 2012 kl. 10-20 í Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11, Búðardal. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Nánari upplýsingar um kosningarnar er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins. Sérstök athygli er vakin á því að kjörfundi lýkur kl. 20. Kjörstjórn Dalabyggðar

Bæjarhátíð – markaður FSD

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dölum mun reisa tjald sitt við Auðarskóla á meðan Bæjarhátíð í Búðardal stendur yfir, til afnota fyrir þá sem vilja selja eða sýna heimaunna vöru. Áhugasamir um pláss hafi samband við Hönnu Siggu í síma 847 9598

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

89. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 28. júní 2012 og hefst kl. 16. Dagskrá Almenn mál 1. Forsetakosningar 2012 – kjörskrá 26.6.2012Sveinn Pálsson, sveitarstjóri.