Dagur hinna villtu blóma

DalabyggðFréttir

Dagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn 17. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í um tveggja tíma gönguferð með leiðsögn um algengustu plöntur án endurgjalds. Hér í Dölum verður farið í göngu á Skarðsströndinni í þriðja sinn. Mæting er kl. 10 að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Gengið verður upp Nónhlíð á brún Fagradalsfjalls að …

Sönglagakeppni Reykhóladaga

DalabyggðFréttir

Sönglagakeppni Reykhóladaga verður í íþróttahúsinu á Reykhólum föstudaginn 15. júní, kl. 20. Keppt verður um lag Reykhóladaga 2012 og munu áhorfendur kjósa besta lagið. Aðgangseyrir verður 500 kr fyrir fullorðna, 250 kr fyrir 13-16 ára og 100 kr fyrir yngri. Allur ágóði rennur til Reykhóladaga. Ungmennafélagið Afturelding verður með sjoppu.

Könnun á ferðavenjum á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Nú eru fyrirhugaðar breytingar á kerfi almenningssamgangna á Vesturlandi. Af því tilefni vinnur UMÍS ehf. Environice að könnun á viðhorfum íbúa til breyttra ferðavenja með tilkomu nýja kerfisins. Markmiðið er að kanna umhverfislegan ávinning af breyttum almenningssamgöngum m.t.t. þess hvort breytingarnar geti leitt til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Í þessum tilgangi er send spurningakönnun til íbúa á öllu Vesturlandi. Könnunin …

Hestaþing Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 16. – 17. júní. Mótið hefst kl. 10, laugardaginn 16. júní á forkeppni og kl. 20 verða kappreiðar, A-úrslit, tölt og ræktunarbússýningar. Sunnudaginn 17. júní hefjast síðan úrslit. Mótið er opið öllum.peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða. Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu, ráslista og fleira má finna á heimasíðu …

Krásir

DalabyggðFréttir

Verkefnið Krásir er þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð þar sem boðið er upp á faglegan og fjárhagslegan stuðnings við þróun og sölu matvæla og matartengdra upplifana fyrir ferðamenn. Verkefnið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ferðamálastofu. Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni sem óska eftir að vinna við þróun á matvörum eða matartengdri ferðaþjónustu. Afurðirnar þurfa að …

Bæjarhátíð

DalabyggðFréttir

Bæjarhátíð í Búðardal verður haldin helgina 6.-8. júlí næstkomandi.Hátíðin verður með svipuðu sniði og fyrir tveimur árum og byggist upp á þáttöku heimamanna og annarra velunnara. Í boði verður tónlist af ýmsu tagi, kjötsúpukvöld, markaður, sýningar, kvöldvaka, dansleikur með Skítamóral og Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu mun vera með viðburð. Fyrir þá sem vilja taka þátt í dagskránni á einhvern hátt …

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

88. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 12. júní 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita 2. Skipun í nefndir og ráð 3. Jarðvangur Ljósufjalla 4. Breiðafjarðarnefnd – tilnefning fulltrúa 5. Aflið – styrkbeiðni Almenn mál – umsagnir og vísanir 6. Samvera fjölskyldunnar 7. Umsókn um rekstrarleyfi – umsögn Fundargerðir …

Vorhátíð Silfurtúns

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 9. júní kl. 14 verður vorhátíð Silfurtúns haldin. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Nikkolína spilar, Kór eldri borgara syngur, Rjómabúið Erpsstöðum kemur með vörur, félagar í Glaði teyma undir, Toni verður með ljósmyndasýningu og heimilisfólk Silfurtúns sýnir handverk vetrarins. Allir eru velkomnir að Silfurtúni þennan dag og njóta sumarsins í góðum félagsskap.

Sérfræðingar

DalabyggðFréttir

Háls- nef- og eyrnalæknir verður á heislugæslustöðinni í Búðardal 8. júní og augnlæknir á Reykhólum og Búðardal 13.-14. júní næstkomandi. Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 8. júní. Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni á Reykhólum miðvikudaginn 13. júní og á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 14. júní. Tímapantanir eru …

budardalur.is

DalabyggðFréttir

Formleg opnun á vefnum www.budardalur.is verður mánudagskvöldið 28. maí, annan í hvítasunnu, kl.20 í Leifsbúð. Þar gefst fólki kostur á því að koma með spurningar varðandi verkefnið eða koma á framfæri hugmyndum sem snúa að verkefninu. Undirbúningur vefsíðunnar Búðardalur.is – Menningarmiðja Dalanna hefur verið í gangi í um það bil eitt ár. Um er að ræða vettvang þar sem safnað …