Kveðjumessa sr. Óskars

DalabyggðFréttir

Kveðjumessa séra Óskars Inga verður í Hjarðarholtskirkju annan í hvítasunnu klukkan 14. Kaffi verður eftir athöfnina í Leifsbúð. Sr. Óskar Ingi hefur verið prestur hér í Dölum síðastliðin 17 ár, en er nú á förum. Eins og flestum mun nú kunnugt hefur hann verið skipaður í embætti sóknarprests í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli frá 1. júní. Auglýst verður síðar hver muni …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð í dag, föstudaginn 11. maí, vegna námsferðar starfsmanna.

Sveitarstjórnarfundur nr. 87

DalabyggðFréttir

87. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 15. maí 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2011. 2. Framkvæmdir – lántaka. 3. Bréf Landgræðslunnar dags. 02.05.2012 varðandi fjárskil og afréttarmálefni. 4. Landskerfi bókasafna – aðalfundarboð. Fundargerðir til staðfestingar 5. Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar nr. 37. Fundargerðir til kynningar 6. Samband íslenskar sveitarfélaga – …

Erling tannlæknir hættir

DalabyggðFréttir

Erling tannlæknir mun hætta starfsemi sinni hér í Búðardal og víðar í júlímánuði. Hér að neðan er kveðjubréf Erlings og fjölskyldu. Kveðjubréf Erlings og fjölskyldu Kæru vinir, viðskiptavinir og aðrir í Húnaþingi vestra, Dölum og Hólmavík.Nú er komið að tímamótum hjá okkur fjölskyldunni á Hvammstanga. Ég hef starfað á Hvammstanga í 8 góð ár, byggt upp tannlæknastofuna þar, sem og …

Deildarstjóri á leikskóla

DalabyggðFréttir

Við leikskóladeild Auðarskóla er laus staða deildarstjóra frá og með 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434-1133 eða á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is. Viðamiklar upplýsingar um leikskólann er að finna á www.audarskoli.is

Hjúkrunarforstjóri

DalabyggðFréttir

Starf hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í hjúkrunarfræði. Nám og/eða reynsla í stjórnun er kostur. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2012. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson …

Grunnskólakennari

DalabyggðFréttir

Við grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal eru lausar stöður grunnskólakennara frá og með næsta skólaári. Meðal kennslugreina eru smíði, enska og almenn bekkjarkennsla. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434-1133 eða á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is. Viðamiklar upplýsingar um skólann er að finna á www.audarskoli.is.

Leikskólakennari

DalabyggðFréttir

Við leikskóladeild Auðarskóla eru lausar stöður leikskólakennara frá og með 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434 1133 eða á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is. Viðamiklar upplýsingar um leikskólann er að finna á www.audarskoli.is.

Skrifstofa Dalabyggðar lokuð 11. maí

DalabyggðFréttir

Vegna námsferðar starfsmanna sveitarfélagsins verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð föstudaginn 11. maí. Skrifstofa Dalabyggðar er opin alla virka daga kl. 10-14. Símatími er kl. 9-13. Þeim sem þurfa að skila einhverju á skrifstofu utan opnunartíma, er bent á póstkassa í anddyri stjórnsýsluhússins.

Garðaúrgangur

DalabyggðFréttir

Móttaka garðaúrgangs er í endurvinnslustöðinni við Vesturbraut á opnunartímum hennar. Gras og trjáafklippur er flokkað í hvorn sinn gáminn og plastumbúðir eiga ekki að fylgja. Þar til annað verður ákveðið er einnig hægt að fara með gras og trjáafklippur á gamla gámasvæðið við Vesturbraut. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að setja gras og trjáafklippur í sitt hvorn hauginn án umbúða, …