Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi

DalabyggðFréttir

Hinn árlegi jólamarkaður í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi verður haldinn laugardaginn 30. nóvember og sunnudaginn 1. desember kl. 13 – 18 báða dagana.
Á boðstólum verða handunnir munir, kerti, greni, bækur og margt fleira. Kvenfélagið Katla selur kaffi og kökur.
Söluaðilar eru handverksfélagið ASSA, Krabbameinsfélag Breiðfirðinga, Vinafélag Barmahlíðar, Björgunarsveitin Heimamenn, Nemendafélag Reykhólaskóla, Kvenfélagið Katla og Lionsdeildin á Reykhólum.
Á laugardaginn verður og kynnt bók um Jóhannes Arason frá Múla í Kollafirði.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei