Helgiganga í minningu Auðar djúpúðgu verður farin laugardaginn 22. júní í Dölum, þar sem hún nam land fyrir rúmum 1100 árum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir var eina konan í hópi landnámsfólks sem fór fyrir eigin leiðangri til Íslands og ein fárra þeirra sem Landnámabók segir að hafi verið kristinnar trúar. Gangan hefst með helgistund við Krosshólaborg í Dölum kl. 14. Göngufólki …
Umsjónarmaður dreifnáms óskast í Búðardal
Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í 80% starf til að hafa umsjón með dreifnámi við framhaldsskóladeild í Búðardal. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með nemendum, eftirlit með skólasókn, aðstoð við nemendur í kennslustundum, samskipti við kennara MB, umsjón með námsaðstöðu og tækjabúnaði og umsjón með námslotum í Borgarnesi.Hæfni í mannlegum samskiptum, menntun sem nýtist í starfi og …
17. júní hátíðarhöld
Hefðbundin hátíðarhöld verða í Búðardal og í Saurbænum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þjóðhátíðardaginn 17. júní verður safnast saman við Silfurtún kl. 14:00 Börnin fá þar fána og blöðrur. Skrúðganga verður að Dalabúð. Hefðbundin hátíðardagskrá: ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða og hoppukastalar fyrir börnin. Miðdegiskaffi verður í Dalakoti. Raggi Bjarna ásamt nokkrum Dalamönnum verða í Dalabúð kl 17:00 og taka góða sveiflu og …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
102. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. júní 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita2.Skipun í nefndir og ráð3.Siðareglur4.Lánssamningur 20135.Húsnæði fyrir grasrótar- og félagssamtök Almenn mál – umsagnir og vísanir 6.Umsókn um leyfi á veitinga- og gistirekstri7.Umsókn um leyfi fyrir heimagistingu8.Framkvæmdir við Auðarskóla, þakkarbréf Fundargerðir til staðfestingar 9. Félagsmálanefnd …
Dagur hinna villtu blóma
Dagur hinna villtu blóma ber í ár upp á sunnudaginn 16. júní. Komin er hefð fyrir blómagöngu þennan dag í Dölum og að þessu sinni verður farið frá skólahúsinu í Ólafsdal kl. 14 og gengið niður að tóvinnuhúsinu og aftur að skólahúsinu. Frítt er í gönguna og allt áhugafólk um villt blóm velkomið með í för. Klæðnaður í samræmi við …
Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis. Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm. Um styrk getur sótt hver …
Harmonikuhátíð fjölskyldunnar
Harmonikufélagið Nikkólína og Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum standa fyrir harmonikuhátíð fjölskyldunnarhelgina 14. – 16. júní í Ásbyrgi á Laugarbakka. Dansað verður föstudags- og laugardagskvöld. Kaffihlaðborð og skemmtidagskrá á laugardeginum. Aðgangseyrir yfir helgina er 6.000 kr. Nánari upplýsingar gefa Ásgerður í símum 434 1502 / 866 5799 og Sólveig í símum 452 7107 / 856 1187.
Hestaþing Glaðs
Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal helgina 15. – 16. júní. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands. Á laugardeginum kl. 10 hefjast forkeppnir; í tölti, barna-, unglinga- og ungmennaflokkum, A og B flokkum gæðinga og B úrslit í tölti. Dagskráin hefst kl. 10. Á laugardagskvöldið kl. 20 hefjast kappreiðar; 150 m skeið, 250 m brokk, 250 m …
Lífsbjörg undir Jökli
24 stunda sólstöðu- og áheitaganga verður um þjóðgarðinn Snæfellsjökul 22.-23. júní. Gengið verður í slóð verndarans Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar. Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellissandi. Sólstöðugöngur hafa tíðkast á Snæfellsjökul á undaförnum árum. Á síðasta ári var gengið undir yfirskriftinni Lífsást undir …
Glaður – námskeið
Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir fjögurra tíma námskeiði með Guðmundi Margeiri Skúlasyni dagana 9. og 10. júní. Áætlað er að hafa 3-4 nemendur saman í hóp. Námskeiðsgjald ræðst af þátttöku en ekkert námskeið verður ef lítil þátttaka verður. Mummi verður svo einnig með fræðsluerindi um lög og reglur í gæðingakeppni og um útfærslur á sýningum. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir fullorðna, en …