Nemendur Auðarskóla standa fyrir félagsvist og bingói í Tjarnarlundi um páskana. Félagsvist verður spiluð fimmtudagskvöldið 28. apríl kl. 20. Aðgangseyrir er 700 kr. Veitt verða páskaegg í vinning fyrir 1.-3. sæti í karla- og kvennaflokki. Bingó verður laugardagskvöldið 30. mars kl. 20. Spjaldið verður selt á 500 kr. Fjölmargir vinningar. Sjoppa og posi á staðnum.
Augnlæknir
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 4. apríl. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Árshátíð Auðarskóla
Fimmtudaginn 21. mars verður árleg árshátíð nemenda Auðarskóla í Dalabúð kl. 18. Kaffiveitingar eru að lokinni skemmtun og eru þær eins og áður í boði foreldra. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki rúmlega tvær klukkustundir. Diskótek verður síðan til kl. 23.Miðaverð er 700 kr fyrir 6 ára og eldri. Nemendur Auðarskóla greiða ekki aðgangseyri. Allir eru velkomnir á árshátíðina; …
UDN þingi frestað
Þingi UDN sem fram átti að fara í Leifsbúð þriðjudaginn 19. mars hefur verið frestað fram í apríl. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Eldri borgarar í leikskóla
Í dag, föstudaginn 15. mars, verður eldri borgara kaffií leikskóladeild Auðarskóla milli kl.9.30 og 10.30.Allir eldri borgarar velkomnir í kaffi og meðlæti.
Handritin alla leið heim
Árni Magnússon fræðimaður og handritasafnari fæddist 13. nóvember 1663 á Kvennabrekku í Náhlíð. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson prestur, síðar lögsagnari og sýslumaður og Guðrún Ketilsdóttir á Kvennabrekku. Lítið er vitað um æsku Árna og uppvöxt í Dölunum. Hann ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Hvammi, Katli Jörundssyni prófasti og Guðrúnu Ketilsdóttur. Hann hlaut sína fyrstu menntun undir handarjaðri Ketils …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 99. fundur
99. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, mánudaginn 18. mars 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Minningarsjóður Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur – Skipun skoðunarmanns 2. Menningarráð Vesturlands – Aðalfundarboð. 3. Embætti Sýslumannsins í Búðardal. 4. Samráð með sjóðvali. 5. Framhaldsskóladeild í Búðardal. 6. Almenningssamgöngur á Vesturlandi. Almenn mál – umsagnir og vísanir 7. …
Fjórgangsmót Glaðs
Hestamannafélagið Glaður verður með keppni í fjórgangi í Nesoddareiðhöllinni föstudaginn 15. mars kl. 19. Eftir forkeppni og úrslit í fjórgangi verður keppni í skemmtitölti. Skráning í skemmtitöltið er á staðnum. Staðan í liðakeppninni eftir töltið er að Búðardalur er með 76 stig, sveitirnar norðan Fáskrúðar með 74 stig og sveitirnar sunnan Fáskrúðar með 63 stig. Allir áhugasamir eru velkomnir á …
Kynningafundur um framhaldsdeild
Minnt er á kynningarfund um framhaldsskóladeild / dreifnám í Dalabyggð í Dalabúð í kvöld, miðvikudaginn 13. mars, kl. 17. Dagskrá 1. Vinnuhópur Dalabyggðar um framhaldsskóladeild kynnir tildrög og stöðu málsins. 2. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar fer yfir mögulega starfsemi deildarinnar og hugsanlega tengingu við Menntaskóla Borgarfjarðar. 3. Rakel Runólfsdóttir umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautaskóla Norðulands vestra á Hvammstanga kynnir hvernig til …
Aðalfundur Stíganda
Aðalfundur skátafélagsins Stíganda verður haldinn í skátaherberginu Dalabúð fimmtudaginn 14. mars kl. 18. Fundarefni 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins. 3. Starfsáætlun félagsins til eins árs. 4. Kosningar. 5. Önnur mál