Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin sunnudaginn 12. ágúst kl. 13.00 – 17:30. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á að netsamband er stopult í Ólafsdal og því skynsamlegt að hafa með sér lausafé til að versla eða taka þátt í happdrætti. Dagskrá 10:30 Undanfari hátíðar. Gönguferð í Skálina. Gengið upp í skálina í Ólafsdal og spáð í örnefni, byggingar og staðhætti …

Tómas R og Ómar að Laugum

DalabyggðFréttir

Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og gítarleikarinn Ómar Guðjónsson spila á tónleikum á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal fimmtudagskvöldið 2. ágúst kl. 21.00. Þeir félagar munu leika fjölbreytta tónlist, þar á meðal latíntónlist og sveifludjass. Gestum stendur til boða að gæða sér á saltfiskrétti úr uppskriftasafni Tómasar R. meðan á tónleikunum stendur. Dalamaðurinn og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hefur gefið út …

Námskeið Ólafsdalsfélagsins

DalabyggðFréttir

Á vegum Ólafsdalsfélagsins eru fyrirhuguð einn fyrirlestur og fjögur námskeið í ágúst og september. Á sjálfan Ólafsdalsdaginn, sunnudaginn 12. ágúst, verður kynning á verkefninu „Eyðibýli og tóm hús á Íslandi“ í Ólafsdal kl. 17. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook. Laugardaginn 18. ágúst verður námskeiðið „Sölvafjara og sushi“ í Tjarnarlundi kl. 15. Leiðbeinendur …

Bitrufjörður – Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 28. júlí verður farin skemmtileg og fræðandi gönguferð á vegum Ólafsdalsfélagsins frá Snartartungu í Bitrufirði yfir í Ólafsdal í Gilsfirði. Lagt verður af stað með rútu(m) frá Ólafsdal stundvíslega kl. 8. Ekið yfir Steinadalsheiði og að Snartartungu í Bitrufirði. Gönguferðir hefst við Snartartungu um kl. 9.40. Þaðan verður gengið upp Norðdal (aflíðandi) upp á Hvarfdalshraun. Matarhlé verður um kl. …

Íbúð til leigu

DalabyggðFréttir

Íbúðin að Sunnubraut 1a í Búðardal er laus til leigu. Íbúðin er félagsleg íbúð, fjögur herbergi og 102,5 m2. Rafrænt umsóknareyðublað og reglur um úthlutun leiguíbúða eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 31. júlí. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Dalabyggðar, í síma 430 4700 eða á netfanginu dalir@dalir.is Sveitarstjóri Dalabyggðar

Reykhóladagar

DalabyggðFréttir

Reykhóladagar 2012 byrja á fimmtudagskvöldið og standa yfir fram á sunnudag. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Ratleikur, kvikmyndasýningar, Reykjanesmaraþon, hæfileikakeppni, spurningakeppni, þarabolti, dráttarvélakeppni, kvöldskemmtun, dansleikur og ýmislegt fleira. Dagskrá Reykhóladaga

Delizie Italiane á Laugum

DalabyggðFréttir

Tríóið Delizie Italiane heldur tónleika á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal miðvikudaginn 25. júlí kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Delizie Italiane er tríó sem var stofnað í kringum áhuga tónlistarmannanna á víni, matargerð og suðrænni menningu. Tónlistin er ljúf og þægileg. Á meðan á tónleikunum stendur býður Hótel Edda upp á mat úr smiðju tríósins frá Napóli á hóflegu …

Saga Breiðafjarðar

DalabyggðFréttir

Fyrirlestri dr. Sverris Jakobssonar um sögu Breiðafjarðar er vera átti laugardaginn 21. júlí að Nýp á Skarðsströnd er frestað. Ný dagsetning verður auglýst bráðlega.

Lausar stöður við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Lausar eru tvær stöður við Auðarskóla í leikskóla og grunnskóla. Starfsmaður leikskóla Laus er 100 % staða leikskólakennara/leiðbeinanda í leikskóla Auðarskóla. Starfsmaðurinn starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir námskrá leikskólans. Viðkomandi þarf að hafa góða samstarfshæfni, vera sveigjanlegur í starfi og með jákvæð lífsviðhorf. Ef umsækjandi er ekki með uppeldismenntun er æskilegt að hann …

Umsækjendur um Dalaprestakall

DalabyggðFréttir

Fjórir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Dalaprestakalli. Frestur til að sækja um rann út þann 3. júlí síðastliðinn. Embættið veitist frá 1. ágúst 2012. Umsækjendur eru Cand. theol. Anna Eiríksdóttir, Cand. theol. Jóhanna Magnúsdóttir, Cand. theol. Salvar Geir Guðgeirsson og séra Torfi K. Stefánsson Hjaltalín. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni niðurstöðu valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr …