Vorfagnaður á Borðeyri

DalabyggðFréttir

Þorrablót ungmennafélagsins Hörpu og kvenfélagsins Iðunnar verður að vorfagnaði og verður hann haldinn laugardaginn 13. apríl 2013 í skólahúsinu á Borðeyri. Húsið opnar kl. 20, en viðburðurinn hefst kl. 20:30.
Veislumatur verður á borðum og hljómsveitin Kopar leikur fyrir dansi. Hinn snjalli Einar Georg flytur annál ársins og ýmsir stíga á stokk með söng og glens.

Pantanir eru í símum 451-0090 (Kristín G.) og 451-1104 (Kristín) fyrir 11. apríl. Miðaverð er 6.500 kr og 3.000 kr. eingöngu á ballið. Posi á staðnum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei