Kvennareiðin

DalabyggðFréttir

Dalakonum er ráðlagt að taka frá laugardaginn 6. ágúst, en þá verður kvennareiðin í Hvammssveit. Mæting er kl. 12 að fjárhúsunum í Sælingsdalstungu og brottför stundvíslega kl. 13.

Félagsþjónusta

DalabyggðFréttir

Vegna veikinda fellur viðtalstími félagsþjónustunnar niður í dag, þriðjudaginn 2. ágúst. Félagsmálastjóri

Myndhöggvarar að Nýp – frestað

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 31. júlí kl. 16 átti að vera opið hús að Nýp og sýndur afrakstur af brennslu síðustu daga. Brennslu varð að fresta, en tilkynnt verður síðar um nýjan dag til sýningar. Verkefnið fjallar um leir, jarðefni og eld sem kveikju nýrra verka. Undirbúningsvinna fór fram á verkstæðum myndlistamannanna og á verkstæði Myndhöggvarfélagsins í maí/júní 2011, en verkin verða brennd …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vegna sumarfría verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð föstudaginn 29. júlí frá kl. 12:00. Sveitarstjóri

Ævintýri við Breiðafjörð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 23. júlí kl. 16mun Aðalheiður Guðmundsdóttir halda erindi um ævintýri við Breiðafjörð að Nýp á Skarðsströnd. Í upphafi erindisins ræðir Aðalheiður almenn einkenni ævintýra, en lítur einkum til þess á hvern hátt íslensk ævintýri skera sig frá ævintýrum annarra Evrópuþjóða. Hlutverki og starfi sagnaþulanna og hvernig fræðimenn hafa leitast við að tengja ævi þeirra og lífshlaup þeim sögum sem …

Markaður á Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Á Ólafsdalshátíðinni er gert ráð fyrir að vera með markað þar sem fólki verður gefinn kostur á að selja eða kynna vörur sínar. Lögð er áhersla á að þeir aðilar sem taka þátt í markaðnum bjóði uppá matvæli úr heimafengnu hráefni og vandað handverk eða listmuni. Þeim sem hafa áhuga á að vera með vörur til sölu eða kynningar á …

Vinnuskólinn

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 15. júlí og mánudaginn 18. júlí fellur vinnuskólinn niður. Síðasti vinnudagur í sumar verður miðvikudaginn 27. júlí.

Lotta á Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Leikhópurinn Lotta sýnir glænýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö á Ólafsdalshátíð sunnudaginn 7. ágúst.En þau sýndu Hans klaufa við góðar undirtektir á Ólafsdalshátíðinni 2010. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Dýrin í Hálsaskógi, Galdrakarlinn í Oz, Rauðhettu og Hans klaufa. Leikgerðina um Mjallhvíti og dvergana sjö …

Sumarleyfi hjá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður engin viðvera hjá félagsþjónustunni þriðjudaginn 5. júlí. Næsta viðvera verður þriðjudaginn 19. júlí kl. 13-16. Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá kl. 12, dagana 11.–22. júlí nk. Vegna sumarleyfa verður bókasafnið lokað á fimmtudögum frá 23. júní til 11. ágúst og alveg lokað 4. júlí til 8. ágúst.

Stjórnsýsla á vef Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Nýlega er búið að samþykkja nýjar reglur um skólaakstur og vinnuskólann í sveitarstjórn Dalabyggðar. Þær reglur og annað nytsamlegt varðandi stjórnsýslu sveitarfélagsins má finnaá vef Dalabyggðar undir liðnum stjórnsýsla. Þar er að finna skipan sveitastjórnar, byggðaráðs og nefnda, auk fulltrúa á fundi og nefndir fyrir hönd Dalabyggðar. Fundargerðir sveitarstjórnar, byggðaráðs og nefnda sveitarfélagsins, auk hljóðritana af sveitarstjórnarfundum. Samþykktir og vinnureglur …