Hart í búi hjá smáfuglunum

DalabyggðFréttir

Nú er hart í búi hjá smáfuglunum og oft á tíðum djúpt að kafa í snjóinn eftir æti. Víðast hvar eru þeir á fóðrum þessa dagana, en sakar ekki að minna þá á sem hafa gleymt sér. Varðandi nánari upplýsingar og leiðbeiningar um fóðrun smáfugla er vísað á heimasíðu Fuglaverndarfélags Íslands.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð

DalabyggðFréttir

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi um Vesturland og Strandir dagana 26. – 28. mars. Kórinn heldur tónleika í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal laugardaginn 26. mars kl. 17 og í Auðarskóla mánudaginn 27. mars kl. 14:30. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni um Vesturland eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir J. S. …

Úthlutun Menningarráðs Vesturlands

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands úthlutaði hæstu styrkjum að þessu sinni í Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar á föstudaginn var.   Í ræðu Jóns Pálma Pálssonar formanns menningarráðs kom fram að það er búið að úthluta 160 milljónum króna á þeim 6 árum sem Menningarráð Vesturlands hefur starfað.   Framlög úr ríkissjóði til ráðsins eru 23,4 millj. á árinu 2011 sem er 2,6 milljón …

Leiðbeinandi í æfingasal Ólafs Páa

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 23. mars n.k. verður leiðbeinandi í æfingasal Ólafs Páa frá kl. 19:30 til 20:30. Áskrifendur af lyklum geta komið og fengið leiðbeiningar hvernig á að nota tæki og búnað í salnum. Einnig eru allir velkomnir að koma og kynna sér salinn og prófa að æfa þó svo þeir séu ekki með áskrift að lykli. Leiðbeinandi í sal er Einar …

Lífræn aðlögun sauðfjárræktar

DalabyggðFréttir

Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri, í samstarfi við vottunarstofuna Tún eru með námskeið í lífrænni aðlögun sauðfjárræktar í Tjarnarlundi, föstudaginn 1. apríl, kl. 12:45-17:00. Námskeiðið er ætlað þeim sem stunda sauðfjárrækt og hafa áhuga á að kynna sér möguleika sína á upptöku lífrænna aðferða og á markaðssetningu lífrænna sauðfjárafurða. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu þætti lífrænnar aðlögunar, einkum fóðurframleiðslu, aðbúnað …

Fundur um atvinnumál

DalabyggðFréttir

Byggðarráð Dalabyggðar boðar til opins fundar um atvinnumál í Leifsbúð, fimmtudaginn 24. mars kl. 18-20. Fundarefni verður stoðkerfi atvinnulífsins á Vesturlandi og möguleikar í ferðaþjónustu. Framsögumenn eru Ólafur Sveinsson frá Atvinnuþróun SSV, Torfi Jóhannesson hjá Vaxtarsamningi Vesturlands, Rósa Björk Halldórsdóttir hjá Markaðsstofu Vesturlands og Kristján Ágúst Magnússon ferðaþjónustubóndi á Snorrastöðum. Boðið verður upp á kaffi og fundarmenn geta keypt sér …

Sönghelgi frestað

DalabyggðFréttir

Sönghelgin sem átti að vera nú um helgina, 18. – 19. mars, verður færð til þar næstu helgar, 25. – 26. mars, föstudag og laugardag. Æfingar verða í Tónlistarskólanum frá kl. 18-22 á föstudegi og laugardegi kl. 10-16 (17). Stjórn söngs er í höndum Bjarts Loga Guðnasonar organista Bessastaðasóknar. Nú þegar hafa um 30 manns skráð sig. Skráningar hjá Írisi …

Riishús á Borðeyri

DalabyggðFréttir

Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbyggingu Riishúss á Borðeyri. Sunnudaginn 20. mars verður Riishússdagur á Borðeyri til að kynna verkefnið og afla fjár til áframhaldandi endurbyggingar. Dagskrá dagsins hefst í skólahúsinu kl. 14. Þar verður saga staðarins rifjuð upp, kynntar hugmyndir að notkun hússins, tónlistarkynning, myndasýning úr Hrútafirði og töframaður. Kaffihlaðborð verður að dagskrá lokinni og síðan skoðunarferð um …

Litla-Ljót á Reykhólum

DalabyggðFréttir

Nemendur Reykhólaskóla hafa verið að æfa leikritið Litla Ljót í leikstjórn Sólveigar S. Magnúsdóttur. Leikritið verður frumsýnt á árshátíð skólans, föstudaginn 18. mars. Aukasýning verður sunnudaginn 20. mars kl. 16:00 í íþróttasal Reykhólaskóla. Allir eru velkomnir á sunnudaginn. Miðaverð (innifalið sýning, vöfflur og kaffi/kakó): Fullorðnir 1.200 kr, börn 500 kr og frítt fyrir yngri en 6 ár.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

DalabyggðFréttir

Þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 13/2011 fer fram laugardaginn 9. apríl 2011. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst miðvikudaginn 16. mars. Í umdæmi sýslumannsins í Búðardal fer hún fram á skrifstofu sýslumanns að Miðbraut 11, Búðardal. Unnt er að kjósa á skrifstofutíma, kl. 9-12 og 13-15:30. Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi. Kjósendum er bent á að hafa …