Menningarráð Vesturlands -menningarstyrkir 2013

DalabyggðFréttir

Menningarfulltrúi Vesturlands, Elísabet Haraldsdóttir, mun hafa viðveru í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal miðvikudaginn 24. október kl. 12-14.

Þar mun Elísabet kynna styrki Menningarráðs Vesturlands og svara fyrirspurnum. Umsóknarfrestur vegna menningarstyrkja 2013 hjá Menningarráði Vesturlands rennur út 18. nóvember 2012.
Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og umsóknarform er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands. Einnig veitir menningarfulltrúi, Elísabet Haraldsdóttir, upplýsingar um styrkina í síma 433 2313 / 892 5290 og með netpóst menning@vesturland.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei