Viltu leggja Rauða Krossinum lið?

DalabyggðFréttir

Rauðakrossdeildina í Búðardal vantar sjálfboðaliða sem vilja starfa í fjöldahjálparstöð. En deildin hefur umsjón með tveimur slíkum í Búðardal og á Reykhólum.
Ítarlegt námskeið um tilgang og störf fjöldahjálpastöðva verður haldið mánudaginn 5. nóvember og þriðjudaginn 6. nóvember kl. 18 til 22 í Auðarskóla.
Skráning er í síma 456 3180 . Rauði Krossinn þarf á liðsmönnum að halda.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei