Haustfagnaður FSD á föstudag

DalabyggðFréttir

Á morgun föstudag hefst haustfagnaður FSD með lambhrútasýningu á Valþúfu og sviðaveislu á Laugum í Sælingsdal.
Lambhrútasýning í Dalahólfi verður á Valþúfu á Fellsströnd og hefst kl. 14. Þar eru skráðir 73 lambhrútar, 47 hyrndir, 15 kollóttir og 11 mislitir/ferhyrndir. Sýningaskrá hefur verið gefin út.
Sviðaveislan er í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal og verður húsið opnað kl. 19:30. Þar verða á boðstólum, svið, lappir, hagyrðingar, söngur og dansleikur.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei