Breytt leiðakerfi hjá Strætó

DalabyggðFréttir

Strætó hóf akstur á nýjum leiðum um Vesturland þann 2. september 2012, þar á meðal í Dalina.SSV í samvinnu við Strætó hefur nú bætt leiðarkerfið og aðlagað það að þörfum og óskum farþega.
Lagfæringarnar taka gildi frá og með sunnudeginum 4. nóvember og hafa þær áhrif á allar áætlanir Strætó á Vesturlandi.
Á leið 59 Reykjavík – Hólmavík/Reykhólar um Dalina hefur tímasetning ferða breyst þannig að lagt er fyrr af stað og bætt er við aukaferð á föstudögum frá Reykjavík til Hólmavíkur og til baka í Borgarnes um kvöldið.
Sala á kortum og farmiðum í Dölum er í Saumkaup, Vesturbraut 10, Búðardal.
Hægt er að kynna sér breytingarnar í heild sinni á heimasíðu Strætó eða í bæklingi um breytingarnar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei