Árlegur göngudagur Æskunnar verður laugardaginn 27. ágúst. Um kvöldið verður síðan töðugjaldagrill í Árbliki. Gengið verður fram Austurárdal í Miðdölum. Gangan hefst kl. 13 við þjóðveg 60 hjá Austurá. Leiðin er frekar stutt og lárétt og hentar því ungum sem öldnum. Þeir sem vilja lengri göngu geta gengið heim Beigaldadal og Bæjargil. Á leiðinni er skógrækt, berjaland, fallegt stóð og …
Tónleikar í Skarðskirkju
Guðrún á Klifmýri stendur annað árið í röð fyrir tónleikum í Skarðskirkju og verða þeir laugardaginn 27. ágúst kl. 20-21. Ekki hefur verið leiðinlegt í fyrra því Stofubandið var sérstaklega stofnað til að spila á þessum tónleikum. Er það að hluta skipað þeim sömu og spiluðu á tónleikunum í fyrra. Á dagskrá eru íslensk og erlend þjóðlög. Aðgangur er ókeypis …
Tómstundabæklingur
Nú er komið að því að útbúa “Tómstundabækling” fyrir haust 2011 í Dalabyggð. Allir sem verða með námskeið eða atburði eru hvattir til að senda inn svo að framboðið sé allt á einum stað. Bæklingurinn fer ekki í póst að þessu sinni heldur verður hann auglýstur á vef sveitarfélagsins í lok ágúst. Skilafrestur er til föstudagsins 26. ágúst.Eftirfarandi þarf að …
Auðarskóli – verkfall leikskólakennara
Félag leikskólakennara hefur boðað til verkfalls mánudaginn 22. ágúst næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Ef af boðuðu verkfalli verður, lokar Álfadeild leikskóla Auðarskóla frá og með þeim tíma. Bangsadeild og önnur starfssemi leikskólans verður með óbreyttum hætti. Vel verður fylgst með framvindu verkfallsins og hugsanlegum ágreiningsmálum með veitta þjónustu leikskólans í huga. Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri
Tómas á Laugum
Einstakir tónleikar Tómasar R. Einarssonar voru haldnir á Laugum s.l. fimmtudag. Björn Anton var á staðnum og sendi okkur myndir sem birtar eru í myndasafninu.
Barnamót HSS
Héraðssamband Strandamanna (HSS) hefur boðið Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) að taka þátt í Barnamóti HSS sem verður haldið á Drangsnesi sunnudaginn 21. ágúst kl. 14. Keppnisgreinar Börn 8 ára og yngri 60 metra hlaup boltakast langstökk 60 metra hlaup boltakast langstökk Börn 11-12 ára 60 metra hlaup kúluvarp spjótkast langstökk hástökk Framkvæmdastjóri HSS, Arnar S. Jónsson, tekur á móti …
Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Níunda Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður haldið laugardaginn 20. ágúst kl. 14 í Sauðfjársetrinu Sævangi. Hrútadómarnir fara þannig fram að Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur og dómnefnd meta fjóra íturvaxna hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggjuvit að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu …
Dalabríarí 2011
Dalabríarí verður haldið í annað sinn sunnudaginn 21. ágúst kl. 20:30 á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal. Dalabríarí er skemmtidagskrár með matarívafi. Að þessu sinni verður smurbrauðsþema og matreiðslan undir stjórn Jakobs Jakobssonar veitingamanns, oftast er kenndur við Jómfrúna í Lækjargötu. Tónlistin verður í höndum Grétars Örvarssonar, Siggu Beinteins og Ólafs Þórarinssonar (Labba í Mánum). Veislustjóri verður Ólafía Hrönn …
Söl og sushi
Laugardaginn 20. ágúst kl. 15-18:30 stendur Ólafsdalsfélagið fyrir námskeiðinu Sölvafjara og sushi. Kynnt verður nýting sölva og þara eins og hún var í Ólafsdalsskólanum á 19. öld. Einnig verður kynnt hugmyndafræði Slowfood-hreyfingarinnar. Gengið í sölvafjöru og safnað þangi, þara og sölvum. Sýnikennsla og kynning á hugmyndafræði og aðferðum Sushi. Á sama tíma verður barnanámskeið um ströndina, þang og þara, farið …
Moses Hightower
Stofutónleikar hljómsveitarinnar Moses Hightower verða að Nýp á Skarðsströnd fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20:30. Íslenski sálarkvartettinn Moses Hightower sló óvænt í gegn á síðasta ári með Búum til börn. Textar og tónlist sveitarinnar er öll frumsamin. Hljómsveitina skipa þeir Andri Ólafsson sem syngur og spilar á bassa, Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari, Magnús Trygvason Eliassen á slagverk og Steingrímur Karl Teague …