Síðustu kennsludagarnir

DalabyggðFréttir

Það var líf og fjör síðustu kennsludagana í Grunnskólanum í Búðardal. Nemendur og starfsfólk fóru m.a í skrúðgöngu um bæinn og brugðu svo á leik á eftir. Fleiri myndir hér

Hreinsunardagurinn gekk vel

DalabyggðFréttir

Skátar á aldrinum 9-15 ára gengu allar götur, móa, fjörur, holt og hæðir í gær. Það safnaðist hellingur af ýmiskonar rusli, allt frá dauðri mús í poka að bíldekki. Hópnum var skipt í nokkra minni hópa og enduðu allir á íþróttavellinum. Þetta eru hörkuduglegir skátar sem við eigum. Takk fyrir það. Skátar hvetja síðan aðra bæjarbúa og sveitunga að gera …

Hreinsunarátak skáta og Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Langar þig ekki til að hjálpa okkur? Okkur vantar fleiri hendur til að hjálpa okkur við að gera Búðardal fínan. Skátar taka höndum saman og ganga um götur, fjörur og móa Búðardals fimmtudaginn 14. maí kl. 15:15-17 Allir velkomnir Mæting kl.15 fyrir utan Dalabúð Skátafélagið Stígandi

Losun á rúlluplasti

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað saman dagana 06.05.-08.05.2009 Farið verður á alla bæi, vinsamlegast látið vita ef þið viljið ekki láta losa plast. Byrjað verður í Saurbæ. Upplýsingar veitir Viðar í síma 894 0013

Unglingavinna í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Þau börn sem fædd eru 1996 eða fyrr og vilja starfa í unglingavinnunni í sumar, eru beðin að skrá sig á skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en miðvikudaginn 27. maí nk. Unglingavinnan mun standa yfir frá 8. júní til 7. ágúst. Umsóknareyðiblöð má nálgast á vef og skrifstofu Dalabyggðar. Sveitarstjóri

Rekstaraðili óskast.

DalabyggðFréttir

Rekstaraðili óskast til að taka að sér rekstur kaffihússins í Leifsbúð í sumar. Kaffihúsið opnar 1. júní og lokar 31. ágúst. Áhugasamir hafið samband við Grím Atlason sveitarstjóra í síma 4304700 eða á grimur@dalir.is Umsóknarfrestur er til 11. maí. nk.

Búðardalur, vaxandi útgerðarstaður.

DalabyggðFréttir

Einstök sjón var að sjá olíubíl koma sérstaklega til að dæla eldsneyti á skipaflota Dalamanna nýverið. Má segja að Búðardalur og Dalabyggð öll séu vaxandi útgerðarstaður. Útgerðarmennirnir eru þeir feðgar Gísli Baldursson og Baldur Gíslason og heitir útgerðarfélagið þeirra Birgisás ehf.

1. maí hátíðarhöld í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Starfsmannafélag Dala og Snæfellssýslu og Stéttarfélag Vesturlands standa sameiginlega að samkomu í Dalabúð, Búðardal á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Húsið opnar kl. 15:00 Dagskrá: Kynnir: Kristín G. Ólafsdóttir Ræðumaður: Sjöfn Elísa Albertsdóttir Skemmtiatriði: Trúbadorinn Ingó Vorboðinn Kaffiveitingar Kæru félagsmenn takið fjölskylduna með ykkur og sýnum samhug í tilefni dagsins

Lið Reykhóla og Hólmavíkur sigraði

DalabyggðFréttir

Mikil stemning var í Árbliki þegar Útsvar, spurningakeppni litlu sveitarfélagana fór fram á síðasta vetrardag. Á milli 170 og 180 manns voru í húsinu. Davíð Þór Jónsson var spyrill í og Eyjólfur Bjarnason dómar. Af þeim fjórum liðum sem mættu til keppni var það lið Reykhóla og Hólmavíkur sem sigraði í úrslita keppni við lið Dalabyggðar. Sigurliðið skipuðu þau Ásta …