Sveitarstjórnarkosningar 2010

DalabyggðFréttir

Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga
í Dalabyggð 29. maí 2010.
Þar sem enginn framboðslisti kom fram, verður kosning til sveitarstjórnar óbundin.

Kjósa skal 7 aðalmenn og 7 varamenn.

Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.

Mikilvægt er að kjósendur komi vel undirbúnir á kjörstað.
Nánari upplýsingar um óbundnar kosningar eru á vefnum www.kosning.is
Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn skorast undan endurkjöri til sveitarstjórnar:
1. Þórður Ingólfsson, Sunnubraut 7, Búðardal
2. Þorgrímur E. Guðbjartsson, Erpsstöðum
3. Jón Egill Jóhannsson, Skerðingsstöðum
Búðardal 10. maí 2010, yfirkjörstjórn í Dalabyggð,

Bjarni Ásgeirsson, Ásgarði, formaður,
Sæmundur Kristjánsson, Lindarholti,
Elísabet Svansdóttir, Miðbraut 1, Búðardal
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei